jonsi_burial_1298306225_crop_550x420     Jónsi okkar hreppti fyrstu Norrænu tónlistarverðlaunin fyrir plötu sína Go (2010).          Hér tekur hann við verðlaununum úr hendi Hákons Noregsprins og smellir að                  sjálfsögðu á hann kossi. 

 

Sælt veri fólkið.

Norrænu tónlistarverðlaunin (Nordic Music Prize) verða veitt í fjórða sinn í febrúar í Osló, samhliða by:Larm tónlistarhátíðinni. Stofnað var til verðlaunanna árið 2010 og var Jónsi okkar fyrsti sigurvegarinn. Sænski tilraunadjassistinn Goran Kajfeš hreppti svo verðlaunin fyrir árið 2011 og sænsku systurnar í First Aid Kit sigruðu í fyrra.

Þann 26. nóvember síðastliðinn var 25 platna íslenskur forvalslisti vegna Norrænu tónlistarverðlaunanna opinberaður. Sá listi var síðan borinn undir tæplega 100 manns sem tengjast hinum íslenska tónlistarbransa með margvíslegum hætti. Hans hlutverk var að velja áfram tíu plötur og voru þær kynntar í dag opinberlega ásamt sambærilegum tíu platna listum frá hinum fjórum Norðurlöndunum.

Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum 50 plötum sem verður kynntur síðar í mánuðinum. Alþjóðleg dómnefnd sér svo um að velja lokasigurvegarann af tólf platna listanum.

Íslenski listinn er annars á svofellda leið (í stafrófsröð):

-Emilíana Torrini – Tookah
-Grísalappalísa – Ali
-Hjaltalín – Enter 4
-Mammút – Komdu til mín svarta systir
-múm – Smilewound
-Ojba Rasta – Friður
-Samaris – Samaris
-Sigur Rós – Kveikur
-Sin Fang – Flowers
-Tilbury – Northern Comfort

virðingarfyllst, 

Arnar Eggert Thoroddsen, fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni.

Síða verðlaunanna: http://nordicmusicprize.com/
Fyrri verðlaunahafar: http://nordicmusicprize.com/pages/eng/18-previous_winners
Almennt um verðlaunin: http://nordicmusicprize.com/pages/eng/6-about

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: