Nostalgía: Er hún jákvæð eða neikvæð?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. mars, 2013]
Eitthvað gamalt og gott?
• Gömul tónlist selst betur en ný tónlist í dag
• Fortíðarþrá og dýrkun á því „gamla góða“ eykst með hverju ári
Í fyrra birti LA weekly frétt sem sýndi að í fyrsta skipti seldist gömul tónlist, svokölluð „catalog“-tónlist, í meira mæli en ný tónlist í Bandaríkjunum. Forbes rýndi svo enn frekar í málið en tölurnar koma frá Nielsen Soundscan sem hefur mælt sölu þar í landi síðan 1991. Fréttin var birt um mitt ár 2012 og þá stóðu plötur sem voru eldri en 18 mánaða í 76,6 milljónum eintaka en nýjar í 73,9 milljónum eintaka.
Nýrri plötu My Bloody Valentine (sem hljómar nánast eins og síðasta plata þeirrar eðlu sveitar Loveless, sem út kom fyrir 22 árum) hefur verið fagnað gagnrýnislaust sem meistaraverki og sú staðreynd, ásamt fréttinni hér að ofan og linnulausum endurútgáfum á eldri tónlist, hratt af stað nokkuð heitri umræðu hjá tónlistaráhugamönnum í netheimum. Veltu menn því fyrir sér hvort svo væri komið að tónlistaráhugafólk, af eldri sem yngri kynslóðum, hefði fyrst og fremst áhuga á tónlist gærdagsins fremur en því sem er verið að skapa í dag. Nokkrir athyglisverðir punktar komu fram. Einn taldi til djassinn sérstaklega með eftirfarandi greiningu: „Þetta er sérstaklega slæmt í djassinum. Alltof mikil áhersla á alla þessa gömlu meistara og nýrri nöfnin líða fyrir að mínu mati. Miles Davis „reissue“ (með fullri virðingu fyrir honum), eða einhverjir óútgefnir tónleikar seljast örugglega meira en nýtt stöff frá einhverjum „cutting edge“ ungum listamönnum. (gæsalappir mínar).“ Annar kom með athyglisverðan punkt varðandi tónlistarneyslu almennt í dag, benti á að skil milli þess hvað væri gamalt og nýtt væru að mást út, í stað „línulegrar“ upplifunar væri allt í graut og öll eldri tónlist í „eins smells“ fjarlægð, liggjandi á youtube eða streymisíðum eins og Spotify.
Jákvæðni?
Og það er býsna merkilegt að fylgjast með þessari þróun. Sjá t.d. þessa blessuðu endurútgáfu á nafntogaðri plötu Fleetwood Mac, Rumours, plötu sem varð í eina tíð ekki þverfótað fyrir á skransölum og var einfaldlega ein af þessum gömlu plötum sem fólk hirti ekkert sérstaklega um. Eigi er það svo í dag. Fjölmiðlar, sérstaklega tónlistarblöðin (Mojo, Uncut) og vefmiðlar (Pitchfork etc.), gefa allir sem einn hámarkseinkunnir eða því sem næst hvað þessa útgáfu varðar.
Maður skilur þetta með Uncut og Record Collector en miðlar sem ættu að sjá til þess að halda mönnum á tánum eða a.m.k. stuðla að umræðu gera það ekki. „Ungliðar“ eins og Pitchfork stökkva á þessa lest, sem er einkennilegt. Umfjöllunin öll er undirlögð af pósitivisma, ekki efast um réttmæti eða gæði eitt augnablik. Svona virðist þetta vera með langflest af þessu endurútgefna efni, það er ekki spurt hvort það hafi verið þess virði að gefa þetta út yfir höfuð. Þetta er farið að minna ískyggilega á hin gagnrýnislausu tónlistarfræði í garð gömlu tónskáldanna (e. „positivist musicology“) þar sem Beethoven og co eru meistarar, punktur og basta. Því sjónarhorni var storkað í fræðaheiminum um miðjan níunda áratuginn og það mætti alveg fara að færa þetta yfir á poppið. Þetta hefur eitthvað að gera með aldur þeirra sem hafa áhuga á poppi/rokki yfirleitt, þetta er kynslóð sem er að verða settlegri og minna leitandi og því er allt að „grafast“ í stein. Og já, merkilegt að sjá viðbrögðin við My Bloody Valentine, fólkið sem mærir hana er velflest á fertugsaldri og platan virðist stikkfrí hvað málefnalega umræðu varðar. Nú styttist í að flest meistarastykkin frá sjöunda áratugnum, Revolver, Forever Changes, Doors o.s.frv. verði fimmtug með tiheyrandi boxum, yfirhalningum og peningaplokki. Guð hjálpi okkur!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012