Já, þeir piltar í Múgsefjun gefa út nýja plötu 11. júní næstkomandi en í dag er hún ínáanleg á helstu vefjum, m.a. mugsefjun.is og á gogoyoko. Síðasta plata kom út 2008 og því talsvert um liðið. Múgsefjun hefur ásamt Moses Hightower, 1860 og fleiri sveitum staðið fyrir endurreisn hins séríslenska lopapeysupopps; sem lýsir sér í melódísku, þjóðlagaskotnu poppi með kjarnyrtum textum. Er það vel. En ég gef þeim piltum líka orðið. Vesgú:

Ný plata Múgsefjunar í netsölu

Hljómsveitin Múgsefjun hefur netsölu á nýrri, samnefndi plötu föstudaginn 1. júní 2012.

Hljómsveitin hefur nýlokið gerð á annarri plötu sinni og mun hún verða aðgengileg til sölu á helstu tónlistarsíðum internetsins frá 1.júní. Sama dag verður einnig opnað fyrir forsölu geisladisksins á vefsíðu sveitarinnar, mugsefjun.is. Platan er svo væntanleg í verslanir í kringum 11. júní.

Plötu þessa tók hljómsveitin upp sjálf og hafa upptökur staðið yfir undanfarin þrjú ár. Þær fóru fram í nokkrum mismunandi æfingahúsnæðum og hljóðverum á höfuðborgarsvæðinu, sem og í Hallgríms- og Kópavogskirkju. Þrjú lög plötunnar hafa verið í spilun að undanförnu; Þórðargleði, Sendlingur og Sandlóa og núna síðast Fékkst ekki nóg. Útgáfutónleikar Múgsefjunar fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. júní.

Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008 og fékk ágætis dóma gagnrýnenda og tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Meðlimir Múgsefjunar eru Hjalti Þorkelsson, Björn Heiðar Jónsson, Sveinn Ingi Reynisson, Brynjar Páll Björnsson og Eiríkur Fannar Torfason.

Frekari upplýsingar má finna á mugsefjun.is

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: