Jamm og jæja, hér að ofan er myndskeiðið sígilda úr Chariots of Fire þar sem Vangelis fer hamförum í dramatískum „sýnum þetta hægt“ tónsprettum. Mér er til efs að nokkuð stef hafi verið notað jafn mikið þegar það á að undirstrika eitthvað epískt og stórkostlegt.

Þessi bloggmyndskreyting tengist líka inn í það að yðar auðmjúkur var að klára heilt maraþon í gær. Ég læt hérna fylgja spilunarlistann á tónhlöðunni minni. Ég ákvað í þetta sinnið að forrita ekkert heldur láta stokk-takkann alfarið um þetta. Og þetta varð niðurstaðan. Finnst ykkur ekki merkilegt að stundum grunar mann lagasafnið sitt um sjálfstæðan vilja, að það geti ekki verið tilviljun að viss lög poppi upp? Þannig kom Echo & The Bunnymen sterk inn með „Rescue“, þegar ég þurfti sannarlega á peppi og bjargráðum að halda. Hið guðdómlega „The Rainbow“ með Talk Talk sannfærði mig þá um að hlaupið myndi blessast.

Ég þurfti að skítmixa þetta í paint. Byrjið neðst. Sjálf Joy Division hóf leik!

Deilið endilega svipuðum sögum!