Jamm og jæja, hér að ofan er myndskeiðið sígilda úr Chariots of Fire þar sem Vangelis fer hamförum í dramatískum „sýnum þetta hægt“ tónsprettum. Mér er til efs að nokkuð stef hafi verið notað jafn mikið þegar það á að undirstrika eitthvað epískt og stórkostlegt.

Þessi bloggmyndskreyting tengist líka inn í það að yðar auðmjúkur var að klára heilt maraþon í gær. Ég læt hérna fylgja spilunarlistann á tónhlöðunni minni. Ég ákvað í þetta sinnið að forrita ekkert heldur láta stokk-takkann alfarið um þetta. Og þetta varð niðurstaðan. Finnst ykkur ekki merkilegt að stundum grunar mann lagasafnið sitt um sjálfstæðan vilja, að það geti ekki verið tilviljun að viss lög poppi upp? Þannig kom Echo & The Bunnymen sterk inn með „Rescue“, þegar ég þurfti sannarlega á peppi og bjargráðum að halda. Hið guðdómlega „The Rainbow“ með Talk Talk sannfærði mig þá um að hlaupið myndi blessast.

Ég þurfti að skítmixa þetta í paint. Byrjið neðst. Sjálf Joy Division hóf leik!

Deilið endilega svipuðum sögum!

 

6 Responses to Maraþonið mitt … 80 laga playlisti takk fyrir!

  1. Vó. Fullt af gaurum að hlaupa berfættir.

    Annars er playlistinn minn voða mikið Dr. Hook og Eels. Smá Dylan og Queen inn á milli. Svo finnst mér reyndar líka oft gott að hlaupa "nakinn" (án tónlistar). Mér finnst ekkert endilega nauðsynlegt að gleyma því að ég sé að hlaupa. 😉

  2. Því ekki að skella þessu inn á http://www.8tracks.com eða http://www.mixcloud.com svo við getum notið betur?

  3. Steinar Júlíusson says:

    Gaman að sjá þennan lista, manni vantar alltaf góðar hugmyndir fyrir hlaupalistann. Á iPodinum mínum er svona „nitro“ takki, þ.e.a.s þá heldur maður niðri miðjutakkanum og maður fær eitt ákveðið lag. Ég er með „Kickstart My Heart“ sem mitt „nitro“ lag. Það virkar þrusuvel, en best er að nota slíkan fídus sparlega.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: