oll_min_bestu_ar_forsida_bok_12083

 

Vek athygli á þessari merku bók. Frábært að það sé verið að gefa út bækur sem rýna í poppsöguna frá hinum og þessum hliðum. Þetta treystir grundvöllinn fyrir frekari pælingar, skoðun og sannleiksleit. Ég er farinn að tala eins og pólitíkus en svona er þetta…

Frá höfundum:

“Viðfangsefnin eru dansleikir, útihátíðir, skólaskemmtanir, tískusýningar, uppákomur, barnaskemmtanir, hljómleikar, fegurðar- og hæfileikasamkeppnir og aðrir viðburðir víða um land. Yfir 1.000 ljósmyndir Kristins og ítarleg umfjöllun Stefáns um flytjendur, gesti, staðina og stemminguna. Við, höfundar bókarinnar, störfuðum báðir hjá Morgunblaðinu lengst af þess tíma sem bókin fjallar um, ég sem poppskrifari í 10 ár (1967-1977) og sem blaðamaður í fullu starfi 1971-1974 og Kristinn sem ljósmyndari 1967-1974 (og síðar fréttaritari í Grindavík). Kristinn lést 2012.”

Hér er líka grein eftir félaga Dr. Gunnar