4e993af0-4544-473d-b4db-c25f8522269e


Magnað að sjá þessi bönd sem bæst hafa við ATP. John Carpenter var tilkynntur fyrir stuttu og nú hafa heldur betur bæst við listamenn af safaríkari sortinni. Persónulega er ég afar spenntur fyrir meisturunum í Tortoise, en fyrstu plötur þeirra höfðu mikil áhrif á mig. Ty Segall er þá hrikalega flottur, bílskúrsrokk deluxe og Sleep, það verður eitthvað, en Dopesmoker platan þeirra er rosaleg. Blanck Mass er þá sólóverkefni eins Fuck Buttons gaursins og hefur verið að fá afar góða dóma.

Gott stöff semsagt! Fréttatilkynning, þar sem hægt er að nálgast ítarupplýsingar er hér að neðan:


***

Sleep, Thee Oh Sees, TY SEGALL and THE MUGGERS, Angel Olsen, Les Savy Fav, Tortoise, ásamt fleiri listamönnum koma fram á ATP á Íslandi 2016

John Carpenter, Anika, Yasmine Hamdan, Blanck Mass og Mueran Humanos spila einnig á hátíðinni. Örvar Smárason og Gunnar Tynes úr múm hafa að auki verið staðfestir en þeir leika undir á sérstakri sýningu myndarinnar Menschen am Sonntag.

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir hér í annað sinn nöfn framúrskarandi listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni næsta sumar á Ásbrú dagana 1. til 3. júlí 2016.

Sleep, Thee Oh Sees, TY SEGALL and THE MUGGERS, Angel Olsen, Les Savy Fav og Tortoise eru nýjustu viðbæturnar á glæsilegri dagskrá ATP sem skartar nú þegar sjálfum meistara hryllingsmyndanna, hinum goðsagnakennda John Carpenter, sem  í fyrsta sinn á ferlinum flytur tónlist sína opinberlega.

Rithöfundurinn, ljóðskáldið og tónlistarkonan Anika (Invada, Stones Throw) mun koma fram með líbísku söngkonunni og lagahöfundinumYasmine Hamdan, Blanck Mass mætir en það er sólóverkefni sem Benjamin John Power úr Fuck Buttons ber ábyrgð á. Argentínska dúóiðMueran Humanos sem býr nú í Berlín kemur einnig en þau  gefa út hjá ATP Recordings.

Að lokum hafa Örvar Smárason & Gunnar Tynes (múm) verið bókaðir á hátíðina en þeir munu spila tónlist undir sýningu myndarinnar ‘Menschen am Sonntag’ (People on Sunday) – en þetta er þýsk þögul kvikmynd síðan 1930 sem er byggð á handriti Billy Wilder. Einnig er vert að geta þess að hinn virti uppistandari Stewart Lee mun bregða undir sig betri fætinum en hann kemur sjaldan fram erlendis.

Tilkynnt verður um fleira listafólk og hljómsveitir sem koma fram á ATP á Íslandi 2016 síðar.

Listi yfir þá listamenn og hljómsveitir sem hafa staðfest komu sína næsta sumar:

John Carpenter

Sleep

Thee Oh Sees

TY SEGALL and THE MUGGERS

Angel Olsen

Les Savy Fav

Tortoise

Anika

Yasmine Hamdan

Blanck Mass

Mueran Humanos

Örvar Smárason & Gunnar Tynes (múm) spila undir Menschen am Sonntag

Stewart Lee með uppistand og grín

Myndir af listafólki og hljómsveitum:

Stewart Lee

Thee Oh Sees

Blanck Mass

Tortoise
Angel Olsen
Thee Oh Sees / Ty Segall – Promo kit 2015

ATP á Íslandi er líkt og áður haldið á Ásbrú í Keflavík. Boðið er upp á tónlist á tveimur sviðum innandyra auk þess sem sýndar verða sérvaldar kvikmyndir, keppt í PopQuiz, dansað við dj-tóna í diskósal og margt fleira. Meðal listamanna sem komið hafa fram á ATP á Íslandi síðustu þrjú ár má nefna Nick Cave and the Bad Seeds, Portishead, Iggy Pop, Neil Young & Crazy Horse og Public Enemy.

Miða á ATP 2016 má nálgast hér og hér.

ATP á Íslandi 2016 frekari upplýsingar um ATP má finna hér en svo má fylgjast með hátíðinni á Facebook, Twitter og á Instagram.

 

„Expectations met, exceeded and transcended, it brings the curtain down on this writer’s festival

experience, a likeminded mecca in which spectacular weight and sublime restraint went

handinhand.“, – The Line of Best Fit , July 2015

 

„This weekend was without a doubt the best music festival I’ve ever been to“, – KEXP , 2014

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: