Plötudómur: ADHD – ADHD6
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. júlí, 2017
Slegið í klárinn
Tilraunadjasskvartettinn ADHD hefur nú gefið út sína sjöttu plötu. Hann kom fyrst saman fyrir níu árum á blúshátíð á Höfn í Hornafirði og mektarmennirnir sem hann skipa hafa ekki litið til baka síðan.
Meðlimir ADHD eru þeir Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Davíð Þór Jónsson (hljómborð, píanó og hljóðgervlar) og bræðurnir Óskar Guðjónsson (saxófónn) og Ómar Guðjónsson (gítar, bassi). Þeir Davíð og Ómar tilheyra ákveðinni kynslóð djasstónlistarmanna sem hóf að láta að sér kveða stuttu eftir 2000. Þessi kynslóð spilara, sem tengjast allir missterkum böndum (þetta er Ísland) er með rætur í djassnámi en hugmyndirnar um sköpun voru gjörsamlega galopnar og óhætt að segja að þetta fólk hafi gert skurk í þess tíma djasslífi. Mér verður t.d. hugsað til fyrstu plötu Davíðs Þórs, Rask og verka Helmus og Dalla (Helgi Svavar trymbill og Davíð Þór) sem dæmi um þá maurasýru sem var blessunarlega hellt yfir okkur. Óskar er eldri, en hefur sömuleiðis lagt sig eftir tilraunakenndum hlutum alla tíð á meðan Magnús er yngri, en er í dag með fjölsnærðustu trymblum landsins, getur spilað hvað sem er með hverjum sem er.
Eins og sést er ekki beint um eitthvert slor að ræða í mannaskipun ADHD og mikill galdur hefur átt sér stað forðum daga á Höfn. Fjórir einstaklingar sem hafa smollið saman sem einn og það má vel nema á þeim plötum sem út hafa komið. Sköpunarþörfin rík, enda merkilegt að jafn uppteknir hljóðfæraleikarar og meðlimir ADHD eru hafi náð að finna tíma til að rúlla frumsömdu efni inn á band og það sex sinnum. Óskar ræddi við Morgunblaðið um sveitina í ársbyrjun 2014 og hafði þá þetta að segja: „Ég fann það á fyrsta gigginu okkar á Höfn í Hornafirði árið 2008 að ég vildi vinna með þessu bandi það sem eftir væri ævinnar. Við vinirnir erum eins og fjölskylda, því það eru mjög djúpar tengingar á milli okkar. Og þegar svona sterk vinabönd myndast þá er hægt að gera allt uppi á sviði.“
Hann orðar þá mjög fallega um hvað tónlistarsköpun snýst í grunninn: „Músík snýst um traust, vináttu og vinsemd, en ekki um það hvort þú getir spilað þetta eða hitt. Sé traustið til staðar þannig að maður þori að vera maður sjálfur er allt hægt.“
Til fyrirmyndar. Hugrekkið til að fara þangað sem hugurinn býður hefur enda borgað sig og ADHD fer reglulega í hljómleikaferðir erlendis. Hestshausinn sem Davíð ber á nýjustu kynningarmyndinni af sveitinni undirstrikar auk þess að hlustendur geti búist við hvaða flippi sem er í raun.
Á ADHD6 heldur sveitin sem fyrr (hests)haus. Tónlistin er andríkt, djassað flæði og unnið er með spuna, tilraunakennd rafhljóð og jaðarrokk. Sjá t.d „Alli Krilli“ sem hefst temmilega „venjulega“ en er svo stöðvað um miðbikið, við taka drungaleg píanóslög sem eru bökkuð með draugalegri hljóðmynd. „Tvöfaldur Víkingur“ og „Rebroff“ minna á Chicago-síðrokkssenuna (Tortoise, Gastr Del Sol) og naumhyggjuleg keyrsla að hætti súrkálsrokkara á borð við NEU! og Can gerir einnig vart við sig. En hvað sem líður skilgreiningaorgíum, í gegnum allt heyrir maður að menn eru að tala sama og hlusta hver á annan, búa til eitthvað sem er algerlega þeirra eigið og engra annarra. Áfram veginn og megi þeir bræður allir, fjórir að tölu, slá í klárinn lengi vel.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012