Plötudómur: Andrés Þór – Hereby
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. september, 2022.
Aftur í ræturnar
Djassgítarleikarinn Andrés Þór á að baki gifturíkan feril og á nýjasta hljómdiski sínum leitar hann aftur til baka, til áranna er hann var að byrja þetta brölt.
Það var gaman að hitta á Andrés Þór vegna þessarar plötu en hann renndi með gripinn niður í HÍ þar sem ég vinn alla jafna. Við föttuðum þá (erum jafnaldrar) að ég hef aldrei rætt við hann formlega um tónlist hans og í raun yfirleitt! Samt var eins og við þekktumst. Ég hef náttúrlega fylgst með honum frá upphafi vega en aldrei snert á honum beint fyrr en nú. Einu sinni verður allt fyrst.
Platan Hereby, sem út kemur á vegum norsku útgáfunnar Losen Records, var tekin upp í júní 2021 í Sundlauginni af Birgi Jóni Birgissyni í miðju kófi. Andrés leikur á gítar nema hvað, eigin tónsmíðar, en með honum þeir Nicolas Moreaux (kontrabassi) og Magnús Trygvason Elíassen (trommur), nafn sem mér finnst eins og ég eigi að þekkja. Andrés hljóðblandaði svo sjálfur en Hafþór „Tempó“ hljómjafnaði.
Andrés sagði höfundi að vinnulagið við plötuna hefði minnt sig á það er hann var að byrja sem hljómlistarmaður, þegar hann eins og aðrir kúldraðist í bílskúrum og kjöllurum. Heimsfaraldurinn setti fólk gjarnan í þessa stöðu og hann ákvað að gera eitthvað úr því, samdi þessa plötu og tók upp. Hún ber að mörgu leyti sterk höfundareinkenni frá Andrési, stíl sem hann hefur verið að hefla til allt frá byrjun í raun. Opnunarlagið, samnefnt plötunni, hefst á gítarklingi en svo eru þeir Magnús og Nicolas kynntir til leiks mætti segja, bassinn fær gott rými í blábyrjun og Magnús fyllir og vel upp (það tekur ekki margar millisekúndur að þekkja þann ótrúlega trommara og hans magnaða stíl). Lagið er „upptekið“, margt í gangi og mikið rennerí upp og niður skala en um leið… eru hlutirnir stóískir, rólegir, passlegir, áferð sem einatt hefur fylgt sólóplötum Andrésar. Hæglætislegu tempói er þannig séð haldið út plötuna, hlemmiskeið eru fá, og gítartónar Andrésar leika um alla framvindu. Þekkilegur hljómur að vanda og öll spilamennska þjónar lagasmíðunum, engir stælar eða sýndarmennska. Eitt lag brýtur þetta þó allhressilega upp. „Gagarin“ hefst temmilega eðlilega reyndar en fljótlega fer maður að finna fyrir einhverri ókennilegri spennu. Eins og eitthvað sé að fara að gjósa. Síðasta mínútan enda skruðningar og óhljóð, svona nokkurn veginn. Athyglisvert uppbrot á heildarflæðinu sem er í senn mjúkt og strítt mætti segja. Lagið „Spor“ er t.d. ágætis dæmi um hvernig platan hagar sér í heild. Hart og áleitið lag – en um leið eitthvað svo notalegt! Sama má segja um „Summer Night“. Bassinn leiðir okkur inn, þunglamalegur (í lagi um sumarið!) og svo kemur gítarinn og rækilega er rifið í strengina. Magnús lætur burstana vinna yfirvinnu og útkoman undurfurðuleg í raun. Draugaleg smíð um sumarið? Þannig að, eins og þið sjáið lesendur góðir, heildarramminn er sannarlega aðlaðandi en ekkert er þó eins og það sýnist.
Andrés er sæmilega þekktur alþjóðlega og reytingi af dómum farið að skola upp á land. Joshua Lee frá PrestoMusic er sáttur, lýsir tónlistinni sem „methenískri“ (með vísun í Pat Metheny) og hrósar meðleikurum Andrésar í hástert. Segir plötuna svala nautnum allra þeirra sem eru að leita að nýrri, norrænni gítartríótónlist af djasskyni. SimplyJazzTalk er þá í hæstu hæðum einnig, bendir réttilega á hvernig heildarmyndin er jafnan meðvitað „til baka“ og næsta hógvær. Platan snúist fyrst og síðast um stemningu og áferð frekar en stök lög og vel hægt að taka undir það. En eins og fram hefur komið, Andrés kryddar rækilega þegar svo ber undir (sjá „Whisper“ sem ég er að hlusta á akkúrat núna, lag sem er nett sturlað. Bílskúrsáhrif?).
Annars er ég búinn að vera dulítið sósaður í íslenskum djassi að undanförnu; söngdansaplötum, framsæknum „án söngs“-plötum og ég veit ekki hvað og hvað. Íslenskur djass er í fullu fjöri nú um stundir. Hann svingar!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012