Plötudómur: Bára Gísladóttir – Orchestral Works
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. september.
Yndisleg ólmun
Bára Gísladóttir á plötuna Orchestral Works sem unnin er með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Útgefandi er hið danska Dacapo Records.
Ég ný saman höndum í hvert sinn er ég frétti af nýrri útgáfu frá Báru Gísladóttur sem er með okkar alla fremstu listakonum í dag. Ég hef dásamað hana réttilega í fjölda pistla og ég hvet ykkur til að kíkja inn á arnareggert.is og kynna ykkur málin.
Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í almenna kynningu, Bára er tónskáld og kontrabassaleikari sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir tónsmíðar sínar sem þenja bæði mörk og mæri en eru fyrst og síðast svo framúrskarandi að mann setur venjulega hljóðan þegar á er hlýtt. „Hvernig fer nokkur manneskja að þessu?“ hugsa ég einatt og dæsi.
Í maí síðastliðnum kom platan Orchestral Works út og inniheldur hún þrjú verk sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur. Var platan gefin út í tengslum við Ernst von Siemens-verðlaunin sem voru veitt Báru hinn 18. maí, degi eftir útgáfu. Verkin á plötunni eru „Vape“, „Hringla“ og „COR“ en stjórnandi er Eva Ollikainen.
Líkamleg áhrif fylgja því að hlusta á tónlist Báru. Verkum hennar fylgir einatt spenna sem getur verið gríðarleg, eins og í öllum þessum verkum, en líka ögn mildari, eins og á Caeli, plötunni sem hún gerði með Skúla Sverrissyni. „Vape“ er þannig ógurlegt, það er hálfgert „industrial“-flæði í því og tónlistin er dökkleit og næsta illúðleg. Eftir svo gott sem óbærilega framvindu, þar sem verkið ýlfrar og hvessir sig, er slúttað með háværu slagverki. Bára spilar sjálf í „Hringla“, sem er ekki ósvipað að byggingu. Í raun er ég í fáránlegu starfi, að ætla að lýsa tónlist með orðum, því það er ómögulegt. „Hringla“ er ágætt dæmi um ólýsanlega snilld Báru, hvernig henni tekst að fanga okkur, nei hremma okkur, og halda okkur í ljúfum heljargreipum listformsins æðsta frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu.
„COR“ er sama marki brennt, við erum í afdráttarleysinu og þessari yndislegu ólmun allri. Ég hugsa um The Drift eftir Scott Walker, tónlist Whitehouse, um jaðarbundinn, tilraunakenndan svartmálm. Tám dýft í það sem þjónar tónlistinni best hverju sinni, hvaðan sem það kemur. Skiptir máli hvaðan gott kemur? Upp úr tólftu mínútu verður allt vitlaust hreinlega, slagverkið keyrt út að hengiflugi og við erum ærð bókstaflega. Þetta gerir Bára best. Það mætti nánast kalla þetta miskunnarleysi, slík eru áhrifin af þessu. Ja hérna hér! Ótrúlegur kafli.
Og ótrúleg plata. Nema hvað. Bára er á öðru stigi. Ég er vissulega algjör „fanboy“ eins og sagt er og vitna því hér með í sjálfan mig. Þetta er lítillega umorðað og tekið úr skrifum mínum um verk hennar Víddir: „Í gegnum tónlist Báru hef ég upplifað slíkar drunur, hávaða og brjálæði að ég er ekki bara kominn á bríkina, ég er búinn að naga af mér allar neglurnar líka! En um leið – og hér er þessi óskapagaldur – finn ég svo djúpa og gegnheila fegurð að ég klökkna. Fegurðin er svo umlykjandi, svo sönn og svo stingandi að ég græt.“
Platan kemur út sem harðspjaldabók með geisladiski. Í bókinni er að finna ritgerð eftir Tim Rutherford-Johnson á þremur tungumálum, dönsku, ensku og þýsku. Einnig má lesa um þá sem að tónlistinni koma og skoða myndir frá upptökum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012