Plötudómur: Cyber – Vacation
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. ágúst, 2020.
Þær fara í fríið
CYBER er nú dúett þeirra Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakelar Jónasdóttur. Vacation er þeirra önnur eiginlega breiðskífa en útgáfurnar hafa þó verið fleiri.
Það má skilgreina útgáfuform á ýmsan hátt, ég tel plötur CYBER fjórar a.m.k. og frístandandi smáskífur eru þarna líka (t.d. hin þriggja laga „I’m your new stepmom“). Útgáfutíðnin hefur verið rækileg verður að segjast, Ho rror og Vacation breiðskífur en Crap og Bizness svokallaðar blandspólur eða „mixtape“. Fjögur verk fyrst og fremst samt og góð og heillandi samhæfing á milli þessa alls þó að temun séu ólík. Svipuð umslög, titlar og leturgerðir en í kringum hverja og eina plötu hefur ólík CYBER stillt sér fram engu að síður, útlitslega sem tónlistarlega. Þær hafa verið í kynæsandi latex-göllum, viðskiptamógúlalegar og núna bara í sprellandi stuði í
orlofi. Tónlistin hefur þróast úr vissum hráleika í meiri straumlínur en það er ákveðið hryggjarstykki í tónlist CYBER sem stýrir málum, letilegir taktar og skringidrungi yfir, ekkert gefið og allt hálfopið einhvern veginn. Fjarlægt en lokkandi. Myndbönd hafa líka verið skemmtileg og ögrandi og hafa þær stöllur, sem eru nú bara þær Salka og Jóhanna, unnið vel með listamannsbakgrunn sinn. „Fyrir mér er svo ógeðslega mikilvægt að geta verið Cyber á öllum sviðum, ekki bara í tónlist. Ég vil að þú getir lifað, andað, klæðst og borðað Cyber í öll mál,“ sagði Jóhanna í viðtali við DV eitt sinn og hafði lög að mæla. Munum líka að CYBER standa vaktina fyrir stöllur sínar, þetta er oft þrælpólitískt hvort sem það er meðvitað eður ei. Femínísk valdefling, þar sem þær leika sér með kynlífstilvísanir og ögrandi kynþokka en allt saman á þeirra forsendum og engra annarra.
Vacation átti víst að vera glaðleg plata í upphafi, óður til sumarfrís og engra áhyggja en Covid-19 breytti því náttúrulega öllu og innstillti kvíðaboga sem hangir yfir verkinu. Umslag og kynningarmyndir eru sólarmegin á meðan tónlistin segir dálítið aðra sögu, eitthvað sem er þó frekar dæmigert fyrir nálgun CYBER við hlutina. Andstæðum stillt fram. Báðar eru þær stöllur búsettar í Berlín og var platan samin að mestum hluta í útgöngubanni á milli hámgláps á einhverja þættina. Platan er líka ákveðin gagnrýni á þann tvískinnung að í miðjum faraldri fannst mörgum eins og nú væri allt í einu nægur tími til að láta sér líða vel og sinna eigin sjálfi af alúð. Sem hefur reynst hálfsannleikur að mörgu leyti (pæling blaðamanns).
Vacation er dálítið athyglisvert ferðalag, miðað við fyrri afurðir CYBER. Á Horror var ógnin mun áþreifanlegri en hér er sömu ógn pakkað inn í draumkenndar voðir. Fyrsta lagið, „pink house paladino“, byrjar eins og inngangsstef að Miami Vice -þætti í leikstjórn David Lynch. Sveittur saxófónn býður okkur velkomin en snemma snýst lagið upp í súrrealísk blíðuatlot og þær stöllur rappa letilega yfir sólbökuðum drunga. Velkomin í heim CYBER! Í næsta lagi, „breakfast buffet“, flögrum við niður að morgunverðarhlaðborðinu og þar kemur GDRN nokkur sterk inn. CYBER-innblásið „r og b“ og útsetning og hljóðvinnsla hér afbragð. Lagið „spa day“ viðheldur þessum brag, og „r og b“-þráðurinn er flottur. Ég verð að hrósa „starry night“ fyrir sérdeilis glæsilega vísun í meistaraverk Egils Sæbjörnssonar, Tonk of the Lawn , en hann er Berlínarbúi sömuleiðis. „Karaoke at the Drunken Barrel“ er nákvæmlega það, amatörlegur söngur á einhverjum barnum og brýtur þetta flæðið upp á glúrinn máta. Eftir fleiri gleðilega kvíðaópusa mætir JFDR á svæðið og syngur niðurtúrslagið „come down“ í góðum selskap með dúettinum. Ásdís María slaufar svo plötunni með gestalátum í „Karaoke song“.
„Ljósin á ströndu skína skær,“ söng Þorgeir Ástvaldsson með Sumargleðinni fyrir margt löngu. En skærleikinn getur verið fals eins og CYBER nudda okkur rækilega upp úr á þessari vel heppnuðu skífu.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012