Plötudómur: dj. flugvél og geimskip – Nótt á hafsbotni
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. desember, 2015
Kafað eftir perlu
Nótt á hafsbotni er þriðja hljómplatan með dj. flugvél og geimskipi. Það er tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir sem ber það listamannsnafn.
Það er búið að vera ánægjulegt að fylgjast með góðu gengi dj. flugvélar og geimskips undanfarin misseri. Ekki bara að hún hafi tekið listrænum framförum á þessu skeiði heldur hefur hún notið einhvers sem mætti kalla meginstraumsvinsældir, nokkuð sem verður að heita ótrúlegt sé litið til tónlistarinnar sem hún er að gera og þeirrar ímyndar sem hún gefur af sér. Þetta er nefnilega eins jaðarbundið og það gerist, tónlistin er furðuleg, söngur/tal Steinunnar fer lítt eftir boðuðum reglum hvað söngmelódíur varðar og yrkisefnin ævintýraleg og súrrealísk. En… Steinunn býr greinilega yfir einhverjum töframætti sem hefur náð að heilla fólk sem hefur venjulega ekki smekk fyrir svona „vitleysu“. Hún býr yfir útgeislun og sjarma; heilindin sem hún leggur í sköpun sína eru greinileg og – þetta er mikilvægt – maður verður ekki var við tilgerð eða látalæti í kringum þessa tónlist. Þetta er alvöru dæmi. Þetta allt minnir reyndar dálítið á aðra íslenska tónlistarkonu sem hefur alla tíð fylgt eigin kompás. Útlit þeirrar mikilhæfu tónlistarkonu og ímyndarsköpun öll er auk þess áþekkt því sem Steinunn er að gera og í upphafi ferils síns, snemma á níunda áratugnum, þurfti hún að þola bæði last og lof, alveg eins og Steinunn nú. Alvöru listamenn kljúfa jafnan fylkingar, ýmist elskar fólk þá af öllu hjarta eða lætur þá fara ósegjanlega mikið í pirrurnar á sér. Steinunn hefur fengið vænan skammt af hvoru tveggja og er það vel, en það þýðir að hún er á réttri leið með þetta allt saman.
En að sjálfri plötunni. Nótt á hafsbotni er temabundin plata og er hljóðmyndinni ætlað að framkalla dulmögn og myrkur sjávarins eins og nafnið gefur til kynna. Sú ætlun tekst þó að lagatextarnir og titlar fylgi þeim línum ekki allir því að hér er að finna túndrur, leðurblökudans, draugalestir og tilraunastofur m.a. En ég gef mér um leið að allt sé reyndar mögulegt á súrrealískum hafsbotni Steinunnar. Tónlistin sjálf er hins vegar öll í dúnmjúkum, umlykjandi gír og tilfinningin um að atburðarásin eigi sér stað í sandkófinu í einhverjum djúpsjávarhyl er raunveruleg. Framvindan öll og hljómagangur minnir mig dálítið á eðalsveitina Residents, einkanlega plötuna Eskimo (1979). Og er það ekki leiðum að líkjast.
Platan er vel römmuð inn, það er for- og eftirspil og lögin ýmist sungin eða ósungin. Þrátt fyrir skringilegheitin sem eru dírkuð upp úr allra handa hljómborðum eru lögin taktviss og það er regla í óreiðunni getum við sagt. Söngur Steinunnar er þá einstakur og textarnir dásamlegir, „næfir“ („barnalegir“) svo ég noti listfræðilegt hugtak, tökum t.d. dæmi úr „Jarðætunni“: „Síðast þegar við vorum saman, Jarðætan og ég/fórum við í fjörugt partí en hún skemmdi allt!“
Annað er eftir þessu. Snilld. Það er nokkuð síðan dj. flugvél og geimskip náði að ávinna sér virðingu neðanjarðarelítunnar, en þar er staða hennar óskoruð. En hún nær lengra. Annað slagið koma fram listamenn sem virðast tappa inn í þörf hins venjubundna manns að flippa aðeins, þó ekki sé nema eilítið. Mugison þjónaði t.a.m. þessu hlutverki í kringum Mugimama-plötuna. Steinunn Eldflaug er að gera slíkt hið sama með glans nú um stundir og það gerir hún með því að vera algerlega hún sjálf. Fólk skynjar þetta og fílar það. Svona geta hlutirnir stundum verið dásamlega einkennilegir. Megi Steinunn Eldflaug halda áfram að vera sönn, fyrir það verðum við öll bættari.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012