Plötudómur: Egill Sæbjörnsson – Out of Controll in Venice
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. júlí, 2017
Tröllabundinn
Egill Sæbjörnsson er fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. Verk hans var unnið í samvinnu við tröllin Ûgh og Bõögâr sem m.a. gat af sér forláta hljómplötu.
Fyrrnefnd tröll hafa tröllriðið (brandari sannarlega ætlaður) íslenska skálanum og áberandi alls kyns hlutir þeim tengdir. Viss leikur með hvernig fyrirbæri eins og hljómsveitir, kvikmyndir nú og skáldsagnapersónur geta af sér alls kyns varning í dag; veri það lyklakippur eða sérstaklega bruggaður bjór. Þeir Ûgh og Bõögâr eiga þannig hlutdeild í t.d. bókum, fötum, pokum, kaffikrúsum, ilmvatni og vínylplötu (sem má og streyma á bandcamp). Í viðtali/grein Einars Fals Ingólfssonar vegna sýningarinnar, sem birt var í blaði þessu, kemur fram að Egill sæki hugmyndir og áhrif jafnt í myndlistarheiminn, dægurmenningu og barnamenningu og Egill segir þar sjálfur að fyrirmyndir séu t.d. Múmínálfarnir, Lína Langsokkur og Noel Fielding úr The Mighty Boosh: „Ég tengi mig sterkt við barnamenningu því mér finnst hún vera svo tær,“ segir hann m.a. „Oft er ég að fást við eitthvað sem tengist uppvextinum […] og þar er hægt að setja hlutina fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.“
Þá sinnir Egill tónlistarmanninum í sér af mikilli festu í gegnum þetta verk og verður þessi pistlingur eftirleiðis helgaður þeim þætti verksins eingöngu. Persónulega, og nú er ég eingöngu leikmaður í myndlistarfræðum, hefur mér ávallt fundist mikill leikur í verkum Egils. Hispurslaus leikur, sannur og gleðiríkur og alltaf stutt í hjartahreint grallaragrín einhvern veginn. Það sést strax á framhlið plötunnar, sem heitir eftir sýningunni, Out of Controll in Venice. Annað tröllanna, Bõögâr, prýðir það en Ûgh þarf að láta sér bakhlið plötunnar nægja. Skreytingin minnir ekki lítið á Karíus og Baktus-plötuna reyndar. Egill, sem er af þeirri kynslóð sem man eftir ríkulega frágengnum vínylpökkum, nýtir sér vínylformið til hins ýtrasta og er umslagið í opnanlegu hulstri eða „gatefold“. Þegar opnað er blasir við glæsileg, litrík mynd af Bõögâr sem liggur í sömu stellingu og Michael Jackson gerði á Thriller. Snilld!
Tröllin góðu eiga regluleg innslög í sjálfri tónlistinni ásamt Agli og þríeykið sér um allan hljóðfæraslátt. Platan inniheldur nítján lög eða verk sem eru mismunandi að gerð. Hún hefst t.d. með þremur tröllaþemum, stuttum og groddalegum stefjum, allt í takt við efnið. Á „As You Walk into The Night“ má svo heyra blíða söngrödd Egils undir draugastefjum – hljómar eins og ef 1. Outside eftir David Bowie hefði verið hljóðblönduð af Residents.
Lög og stef skiptast á, þetta er nokkurs konar „kvikmyndatónlist“ eða hljóðsetning á heimi og verund tröllanna. Sum stefin eru óttaleg, sum skemmtileg („Marionetta“ hefði sómt sér vel í Klaufabárðunum). „The Melancholy of The Trolls“ er æði, aftur fæ ég Bowie/Scott Walker tilfinningu, hugsa um 1. Outside og jafnvel síðustu plötu Bowie, Blackstar, sem hafði myrka melankólíu yfir sér. Undir rest fara ærslin svo upp úr öllu valdi, tröllin byrja með læti og hljóðmyndin dansar í takt.
Egill er myndlistarmaður, fyrst og síðast, en hann er og tónlistarmaður. Og frábær sem slíkur. Plötur hans, Tonk of the Lawn (2000) og Egill S (2010), eru miklir kostagripir, báðar tvær. Þær fylgja meira og minna regluverki popps/rokks en þessi hér er aftur á móti meira hnýtt við Tröllasýninguna sem skóp hana: Tröllabundin bæði og tryllingsleg!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012