Plötudómur: G Y D A – Evolution
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. október, 2018
Tökunum sleppt
Eftir að hafa unnið með tónverk annarra á hinni mögnuðu Epicycle snýr Gyða Valtýsdóttir sér að eigin sköpun. Útkoman er platan Evolution, sem út kom í gær.
Það er figureight sem gefur plötuna út, merki sem tengist Figure 8-hljóðverinu í Brooklyn, New York. Þar stýrir Shahzad Ismaily málum, en hann er Íslandsvinur mikill og hefur unnið með margvíslegum hérlendum tónlistarmönnum. Hildur Maral Hamíðsdóttir framkvæmdastýrir útgáfunni sem hefur m.a. gefið út plötur með íslensku listamönnunum Indriða, JFDR og Úlfi (Hanssyni). Áherslan er á næmni og djúpskilning á milli listamanna og útgefenda, áhersla sem skilar sér í afurðunum, tónlistar- sem hönnunarlega. Gyða Valtýsdóttir gaf út plötuna Epicycle seint á árinu 2016, plata sem fékk svo almennilega útgáfu ári síðar, m.a. fyrir tilstuðlan Smekkleysu. Það verk vakti óskipta athygli, og ekki að ósekju, en að mati þess sem skrifar er þar á ferðinni eitt magnaðasta tónverk síðustu ára. Á plötunni er að finna lög eða verk eftir tónskáld sem koma úr heimi skrifaðrar tónlistar, samtíma, klassíkur eða hvað fólk vill nú kalla það. Hér eru verk eftir þekkta höfunda á borð við Schubert, Messiaen og Prokofiev en einnig er tekist á við efni eftir tilraunagjarna höfunda á borð við George Crumb og Harry Partch. Orðið sem mér finnst best að nota hvað þá plötu varðar er „galdur“. Stemningin er óútskýranleg í raun, en maður finnur svo vel fyrir áhrifunum, hvernig tónlistin talar til hjartans og fær líkamann til að skjálfa. Einstaklega heilsteypt plata, líður áfram eins og fallegur draumur. Engin truflun, ekkert uppbrot, bara hreint flæði. Gyða tekst t.d. á við Seikilos-verkið, elsta þekkta tónverk veraldar, sem varðveitt er á grafsteini. Þar syngur Gyða og sekkjapípa kemur við sögu og áhrifin af því eru með ólíkindum. Ég var, eðlilega, ekki einn um þessa upplifun og platan var ausin lofi, hérlendis sem erlendis.
En núna er höfundurinn Gyða sjálf. Evolution var tekin upp ásamt Alex Somers en meðverkamenn voru Shahzad Ismaily, Albert Finnbogason, Aaron Roche, Julian Sartorius og Úlfur Hansson. Hljóðritun fór fram í New York og Los Angeles, á tveimur tíu daga tímabilum og var einn frídagur þar á milli. Kjöraðstæður voru í boði, líkamlega sem sálrænt séð, góður matur, grænt te og hugleiðsla með reglubundnum hætti. Flæðið er, líkt og á Epicycle, draumkennt og óheft, líkt og tónlistin sé samin og flutt í einhverjum handanheimi. En, og þetta er mikilvægt, þetta eru lögin hennar Gyðu og henni tekst að knýja fram sterk og einstök höfundareinkenni. Ekkert er gefið, á meðan strengir læðast um og rafhljóð sindra og humma undir og yfir koma söngraddir inn í blönduna. Og hverfa svo. Þetta er heyrnartólatónlist, tækifæri til að slökkva algerlega á sér og njóta. Þversögn einkennir plötuna að einu leyti, hún er kraftmikil og sannfærandi, en um leið viðkvæmnisleg og blíð. En kannski fara þessir þættir einmitt vel saman? Gyða er þá eldri en tvævetur í þessum bransa, söngröddin er notuð á áhrifaríka vegu og sellóleikur hennar, í senn skapandi og persónulegur, setur sitt mark á alla framvindu. Ég veit að það er klisjukennt að nota orðið „himneskt“ en stundum á það einfaldlega við.
Systir Gyðu, Kristín Anna, kemur þá út með sólóplötu brátt sem ég bíð spenntur eftir. Undanfarna mánuði og misseri hafa flætt fram sterkar plötur úr kvennaranni, ég nefni t.d. SiGRÚNU, Heklu, sillus, Kæluna miklu, Hórmóna, kiru kiru, RuGL, Ylju og Ingibjörgu Turchi. Úr poppvænni áttum koma svo GDRN, Hildur, Bríet og fleiri. Er þetta allt saman afskaplega vel, tilraunakenndar hliðar tónlistarinnar hafa flætt fallega fram á þessum vettvangi og ég bíð dálítið eftir því – og vona – að næsta stóra „bylgja“ verði „r og b“ tónlist leidd af Hildi og félögum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012