Plötudómur: Gluteus Maximus – Jane, Mon Amour
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. júlí, 2023.
Forseti á ferð og flugi
Tíunda útgáfa hinnar metnaðarfullu raðar President Bongo, „Les Aventures De President Bongo“, kemur út í dag. Um er að ræða plötuna Jane, Mon Amour og er það Gluteus Maximus sem að henni stendur.
President Bongo ýtti þessu langtímaverkefni úr vör árið 2018 og hefur ýmislegt góðgæti af því gefist. Nú erum við með fyrstu breiðskífu Gluteus Maximus í höndunum en um er að ræða konsept- eður heiðrunarverk til handa Jane Fonda og hennar óbilandi baráttu fyrir mannúðarmálum um heim allan. Sveitina skipa President Bongo og Ásdís María Viðarsdóttir en fjöldi söngvara og hljóðfæraleikara, innanlands sem utan, koma að verkinu (sjá nánar á https://radiobongo.fm/).
Í dag var einnig gefið út myndband við lagið „I Am The Vocalist“, dáyndisleg skrítismíð beinustu leið úr ranni forsetans, hvar það töltir áfram í ókennilegum, afrískum takti samfara endalausri endurtekningu á lagatitlinum. Myndbandið er eftir Snorri Bros og við fylgjumst með fólki frá Reykjavík og fleiri borgum fara með lagatitillinn við hinar ýmsu aðstæður, undirstrikandi súrrealískan anda lagsins. Platan öll er meira og minna með þessum hætti; fjölbreytt, sýrð, skemmtileg og leitandi og keyrslan kraftmikil og björt – rétt eins og höfundurinn.
Lagatitlar eins og „Radio Hanoi“, „Free The Army“ og „Political Song“, tóna þannig við konseptið og umslagið, hvar Bongo er í skinnfeldi og gæti það verið einhvers konar ádeila á mikilmennskubrjálæði Bandaríkjamanna, sölu á skinnum og fæðingu kapítalismans, pælingar sem Bongo stakk að pistlahöfundi, og verðugar eru þær.
„Titill plötunnar kemur úr blaðagrein eftir amerískan pistlahöfund og listamann, John Bresland,“ tjáði Bongo mér. „Greinina fann ég í rannsóknarvinnu við konsept plötunnar sem fór að mestu leyti fram við eldhúsborðið með konunni minni, Gunnu Maggý. John gaf fúslega leyfi fyrir að nota titilinn þegar ég hafði samband við hann. En ég stytti hann þó aðeins en frá John var hann „Hanoi Jane, Mon Amour“.“
Ræðum nú um tónlistina en fjölskrúðugheitin slógu mig allra fyrst. Eftir tvö inngangsstef („Radio Hanoi“ og „Bleed“) brestur á með „Everlasting“, seiðandi smíð með hálfgerðu „ambient“-sniði og ljúflega er sungið út í gegn og tónað (um er að ræða ábreiðu og ákveðna endurvinnslu á eldra Gluteus Maximus lagi sem Högni Egilsson söng 2012). Laglínan með ímynduðum texta, spunnin í flæði og afró/döbb-andi tosaður upp eins og ekkert sé. „Free The Army“ er næst, hefst það með fallegum strengjaleik áður en rafhljóð og nett brjálað píanó bætast við. Nýtt landslag tekur við, eins og jafnan á þessari plötu. Lagið er ekki bara í góðri hrynjandi heldur er það bókstaflega hrynjandi í upphafi. Um miðbikið slotar þessum tónstormi og falleg söngrödd Ásdísar Maríu ber lagið til enda. Glæsilegt! „Fuck The Army“, djassspuni að hætti hússins, lokar hlið A. Hlið B hefst svo á meira grallaragríni, áðurnefndu „I Am The Vocalist“ og „Ain‘t Got Nobody“ er vel til fundin ábreiða á lag Sísí Ey frá 2013. Ásdís tekur sönginn hér með tilþrifum og hús/teknórætur forsetans skvettast upp á yfirborðið. „World Wide War“ er leitt inn með „Political Song“, hávaðastefi hvar Bongo hrópar „No!“. „World Wide War“ lokar verkinu og er tilraunakenndasta smíð þess, nokkurs konar hljóðgjörningur, en forsetanum er lagið að hnykla vöðvana í þannig æfingum.
Mér finnst þessi plata, og „ævintýraröðin“ öll, vera hálfgert manifesto President Bongo (Stephans Stephensen) sem fjöllistamanns. Ljósmyndun, dans, tónlist, kvikmyndagerð, gjörningar, rannsóknir, hönnun, hann opnast meir og meir eftir því sem árin færast yfir og snert er á öllu. Fleiri plötur eru væntanlegar í röðinni góðu og Guð má vita hvað verður undir þar!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012