Plötudómur: Samosa – Landvættir
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. júní, 2023.
Allt er þá fernt er
Landvættir eftir Samosa er samsafn fjögurra stuttskífna sem út komu á síðasta ári. Tónlistin er progguð, leitandi, ævintýragjörn en umfram allt alveg stórskemmtileg.
Þetta metnaðarfulla verkefni Samosa, sem er keyrt af Samúel nokkrum Reynissyni, fór þannig séð lágt á síðasta ári og viss meðvituð dulúð virtist fylgja því. Kynningarljósmyndir sýndu mannveru í búningum, vísandi í landvættina sem stuttskífurnar snúast um. Dulúðin er þó ekki meiri en svo að gerðarleg heimasíða fylgdi verkefninu/listamanninum og talsvert líf er nú á Instagram-reikningi Samosa.
Samúel er ungur Hafnfirðingur, vinnur á bókasafninu þar og er þúsundþjalasmiður tónlistarlega. Samúel hljóðritaði þannig alla tónlistina á stuttskífunum sjálfur og lék inn á þær. Allar eru þær ólíkrar gerðar en grunnstaðan er einhvers konar ný-sýrutónlist („psychedelia“), blönduð indírokki og gamaldags proggi. Samúel nefnir sjálfur Rush, Genesis, King Gizzard and the Lizard Wizard og Kikagaku Moyo sem áhrifavalda, en heyra má áhrif allt frá Dungen og Tame Impala til íslenskra hetja á þessu sviðinu eins og TSS, Nolo og Just Another Snake Cult. Allt saman listafólk sem hefur unnið beint eða óbeint með sýrutónlistararfleifð sjöunda áratugarins.
Dragons at Home, fyrsta stuttskífan, kom út í febrúar og á samosa.com má nálgast ítarleg skrif um hvert og eitt lag, hvað það fjallar um o.s.frv. Tónlistin er nýbylgjuskotið sýrupopp/rokk en einkennandi er viss leik- og ævintýragleði sem er smitandi. Samúel er í vissum skilningi að spila „upp fyrir sig“, sumt hér – og þetta á við um allar skífurnar – er með temmilega fokheldum brag þannig lagað en áræðið, djörfungin og þorið trompar allar brotalamir. „The Model Citizen“ inniheldur gallsúran gítar og bergmálshlaðinn söng og „Intermissionary“ er djammkennt – gæti verið úr einhverjum bílskúrnum í Haight-
Asbury árið 1966. Önnur skífan, Birds of a Figment Sky, kom svo út um sumarið. Það er í raun ofsagt hjá Samúel að stuttskífurnar fjórar innihaldi mismunandi tónlistarstefnur, en vissulega er blæbrigðamunur á þeim. Fyrsta lagið, „Figment Sky“ er frábært, nett proggað en líka sýrt og vel samið og uppbyggt. Platan rúllar ekkert ósvipað og fyrsta skífan, sýrulegið popp með skringiblæ en aldrei er það svo að melódíur eða bygging hljóti skaða af. Jafnvægis er gætt. Þriðja skífan, Dozing Bulls, kom út um haustið og þar hertist róðurinn nokkuð. Þungarokkið er mætt en þess þó gætt að það sigli um sýruhafið. „Animal Friendship“ hljómar eins og Hawkwind hafi hitt Paradise Lost á götuhorni í góðu glensi. Rafgítarinn ýlfrar út þessa plötu og jafnan er þetta með ágætum vel heppnað og skemmtilegt. Big Faulty Giant, síðasta skífan og púslið, kom svo út í endaðan desember. Fyrsta lagið, „Bergmál“, er sungið á íslensku. Stórt lag, sprúðlandi skemmtilegt, vísað í Rush og Yes og ég veit ekki hvað og hvað. Lagið er rétt þrjár mínútur en rennur eins og örópera. Þessi lokaafurð er nokkuð fjölskrúðug, „Fizzwizard“ er trukkandi og algert áttunda áratugs sýrurokk (með Samosa-blæ náttúrulega) og „Sverðbjarmi“ lokar svo herlegheitunum, ballaða, nema hvað.
Tuttugu lög alls og heilt yfir er þetta lagasafn svo gott sem að springa af hugmyndaauðgi en þó aðallega þeirri hreinu gleði sem felst í því að búa til tónlist. Nefni það líka að umslagshönnun er alls staðar fyrirtak og þá sérstaklega á þessari safnplötu. Samkvæmt Instagram að sjá er Samosa orðin hljómsveit og einnig lofar Samúel plötu í ár og annarri á næsta ári. Eins og ég hef vonandi sýnt fram á er full ástæða til að fylgjast með þróun mála í heimi Samúels/Samosa.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012