Plötudómur: Katla – Allt þetta helvítis myrkur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. janúar, 2021.
Ást orðum ofar…
Allt þetta helvítis myrkur er önnur breiðskífa Kötlu sem er sveit þeirra Guðmundar Óla Pálmasonar og Einars Thorberg Guðmundssonar. Kynngikraftur býr í plötunni rétt eins og í samnefndu fjalli.
Nú eru þrjú ár liðin síðan fyrsta plata Kötlu, Móðurástin , kom út. Dúettinn er skipaður þeim Guðmundi Óla Pálmasyni (sem var í Sólstöfum) og Einari Thorberg Guðmundssyni (Fortíð, Potentiam). Fyrri platan var stór og mikilúðleg, tónlist sem tónar vel við jarðfræðiundrið sem sveitin heitir eftir, og öll ímyndarvinna og slíkt með glæsibrag, hvar staða Guðmundar sem ljósmyndara og hönnuðar nýtist vel (sjá umslög á breiðskífum sem sjötommum og kynningarmyndir af liðsmönnum). Það er þýska útgáfan Prophecy sem gefur út, bæði frumburðinn og Allt þetta helvítis myrkur . Það er varla hægt að hugsa sér meira hæfandi heimili fyrir Kötlu en Prophecy gerir út á tónlist af þyngra taginu sem nokkuð erfitt er að pinna niður stíllega. Og það er nákvæmlega tilfellið með Kötlu. Svartþungarokk? Já, að einhverju leyti. Þjóðlagakennt? Mögulega. Gotneskur bragur. Auðvitað! En að mestu, þá rennur bandið úr skilgreiningargreipum, líkt og eldfjallasandur.
Katla er tiltölulega þekkt band í alþjóðlegum heimi öfgarokks og nokkur viðtöl (og dómar) hafa birst í tengslum við plötuna nýju. Í yfirgripsmiklu viðtali við vefritið stönduga Arrow Lords of Metal , sem á varnarþing í Hollandi, lýsir Guðmundur því að í þetta sinnið sáu þeir félagar svo gott sem um allt sjálfir, í samstarfi við góða vini og fjölskyldu. Einar sá þannig um alla upptökustjórn t.d. Guðmundur lýsir því líka að Katla hafi alla tíð verið fjarvinnuverkefni, en Einar var búsettur í Noregi um langa hríð og er bara nýfluttur heim. Og þó að þeir búi báðir á Íslandi núna þá muni fjarvinnan líkast til vera það líkan sem unnið verði með áfram, enda sé Guðmundur að flytja út fyrir Reykjavík á næstunni.
Tónlistarlega er allt undir á Allt þetta helvítis myrkur . Og ekki þarf að koma á óvart að það er límið sem heldur plötunni saman, helvítis myrkrið! „Allir textarnir fjalla um myrkur á einn eða annan hátt,“ segir Guðmundur í nefndu viðtali. „Sumt á sér rætur hið innra en sumt hið ytra.“ Íslenska náttúran sem allir elska er hérna. Já, henni er oft rænt af klisjukóngum en gleymum því ekki að hún er rosaleg, falleg og svakaleg og Katla gerir vel í því að spegla þá staðreynd. Hamfarir hið innra gera og vart við sig og á plötunni eru þessir tveir þættir hnýttir listavel saman. Vel tekst því að hljómsetja þessi temu enda er pallettan stór sem unnið er með.
Öfugt við það sem margir gætu ætlað er tiltölulega lítið um ofsa á plötunni. Spennunni er meira haldið og ýjað að hlutum en þeim sé troðið að þér. Það virkar. Hálfgerðir proggsprettir gera stundum vart við sig og oft eru smíðarnar teygðar og togaðar og þeim stillt upp sem hálfgerðum „ambient“-verkum. Sjá t.d. „Sálarsvefn“ þar sem lagið fær að anda og vera, andrúmsloft sem dettur í hálfgerðan trans á köflum (en er svo brotið upp með viðeigandi hríðarstormi). Einar lætur þá arg og garg að mestu vera, oftast er söngurinn hreinn og giska melódískur. Heildaáhrifin eru nokk ógurleg, það hangir angist yfir, jafnvel hætta, og lagaröðun er vel heppnuð að þessu leytinu til. Blessunarlega er þetta um leið alls ekki eintóna verk, það er hnýtt í ýmsa stíla eins og ég nefndi hérna fyrr, nokkuð sem heldur manni sperrtum út í gegn.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012