Rýnt í: Heklu
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. janúar, 2021.
Hin göldrótta
Sprungur er nýjasta afurð þeramínsleikarans Heklu sem hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir nálgun sína á hljóðfærið undarlega.
Hekla, Hekla Magnúsdóttir, hefur búið sér til flottan feril og eftirtektaverðan, hvar listræn heilindi ráða för, veri það í lagasmíðum sem almennri fagurfræði. Sjá t.d. svalar kynningarmyndir, umslög og lagaheiti, því til stuðnings (þess má geta að hin margslungna Ása Dýradóttir sá um umslag). Vegur Heklu hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár, tónlistin verður sífellt sterkari og betri og í ágúst í fyrra kom út ný plata, Sprungur, undir hatti Phantom Limb-útgáfunnar í Bretlandi (Brighton).
Ég heyrði fyrstu plötu Heklu Magnúsdóttur árið sem hún kom út, 2014, og varð mjög hrifin. Innihaldið var einslags „ambient“-tónlist, dálítið drungaleg og heyra mátti nútímatónlistarleg minni líka. Verkið var einkar heildstætt, úthugsað og ég hef haft auga (og eyru) með Heklu síðan. Hljóðfæri Heklu er hið sérstaka þeramín, þekktast fyrir innkomu sína á smelli Beach Boys, „Good Vibrations“, og hún lék einnig á það með hinni stórgóðu rokksveit Bárujárni.
Ris og rof kom svo út 2016 og 2018 var það platan Á, sú fyrsta í fullri lengd (tíu lög). Hinar plöturnar eru allar sex laga, þessi meðtalin. Nafn Heklu hefur ekki farið fram hjá kreðsu tónlistarunnenda hérlendis, hún hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og fyrir fyrstu plötuna fékk hún Kraumsverðlaun, viðurkenningu sem hún segir að hafi hvatt hana áfram á þessari braut.
Ris og rof bar það með sér að listamaðurinn var að taka út þroska. Eins og Hekla væri komin með betri tök, bæði á hljóðfærinu og sinni listsköpun. Flæðið öruggara og straumlínulagaðra. Hljóðmyndin dökk og drungaleg, aldrei þunglyndisleg þó. Meira „hryllileg“ kannski. Þessu var haldið áfram á Á. Söngrödd Heklu, og hljóðfærið, búa til furðulega handanheimsstemningu, líkt og David Lynch sæi um upptökustjórn. Hekla fór líka að heilsa heimalandinu, Íslandi, og er þar að finna útgáfu af „Heyr, himna smiður“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Sprungur situr nokkurn veginn í sama hljóðheimi og síðasta verk en alltaf er tiltálgunin nákvæmari og áhrifaríkari. „Aftur og aftur“ er kvikmyndatónlistarlegt, minnir smá á það sem Jóhann Jóhannsson var að gera í Sicario. Það eru draugalegar stemmur hér, hryllilegar, myrkur skógur um miðnæturbil og skrímsl handan við horn. Líkt og á síðasta verki vinnur Hekla á natin hátt með íslenska tónlist og arf og „Sofðu unga ástin mín“ er sett í ómótstæðilegan Heklu-ham, verður enn hryssingslegra en það er fyrir. Vel sungið líka. Hljómur plötunnar er djúpur og umlykjandi, rétt eins og hann á að vera. Að einhverju leyti, jafnvel miklu, er Hekla að stíga inn í tónheim norræns rökkurpopps sem útlendingar fá aldrei nóg af og við greinilega ekki heldur. En Hekla stendur engu að síður algerlega sér á parti, bæði vegna hljóðfærisins en líka vegna framsetningarnar sem er í senn einlæg og töfrandi.
Hekla hefur eins og aðrir illa komist til að kynna efnið en lék þó fyrir stuttu á rússnesku þeramínhátíðinni Thereminology sem var öll stafræn. Téð Ása lék undir á orgel. Síðasta haust, í kjölfar útgáfunnar á Sprungur, sýndi hið mæta breska ríkisútvarp BBC henni nokkra athygli, fékk hana í viðtal auk þess sem sjálf PJ Harvey setti lag með Heklu inn á lagaspottann sinn, eitthvað sem verður að teljast algert hámarkshrós.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012