Plötudómur: Marína Ósk – One Evening in July
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. nóvember, 2022.
Upp rann bæði rómans og rjómi
Plata djasssöngkonunnar og tónskáldsins Marínu Óskar, One Evening in July, markar þá stund er hún gekk inn í sitt tónlistarlega heimili, hlammaði sér niður og tók allt það pláss sem hún þurfti.
Marína Ósk hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu í íslenskum djassheimi og víðar. Hún hefur verið iðin við tónleikahald og útgáfu einnig, tvær plötur komu t.d. út 2019, Athvarf og svo hin magnaða Hjörtun okkar jóla hvar Stína Ágústsdóttir syngur með. Ein besta heppnaða jólaplata hérlend sem ég hef heyrt lengi lengi („Hjörtun okkar jóla… er þannig að maður eiginlega finnur fyrir dökkbrúnum, skandinavískum við þegar maður hlustar. Lykt af bökuðum eplum og greni flæðir úr hátölurunum …“ Svo reit ég í blað þetta).
Marína tók hús á mér á dögunum og sagði mér frá tilurð One Evening in July . Tónlistin þar er yndislegur frumsaminn djass í anda Chet Baker, Paul Desmond, Billie Holiday o.fl. Melódískur söngdjass frá sjötta og sjöunda áratugnum, ameríska söngbókin opin upp á gátt. Merkilegt að þetta er þriðja platan á stuttum tíma sem kemur úr þessari átt – sjá Rebekka Blöndal, Laufey – en allar nálgast þær þetta á sinn hátt. Mikael Máni Ásmundsson leikur á gítar á plötunni og bræðurnir Erik Tengholm og Johan Tengholm sjá um trompet og kontrabassa. Platan rúllar ljúflega eins og nærri má geta. Opnar með „Samtal við sólu“, þar sem íslenskan fær að dansa yfir smekklegum gítarslætti, unaðslegum trompetleik og hrynföstum bassa. Sólríkt lag, eins og nafnið ber með sér, og við tekur „Einsemd“, ögn dramatískara – eins og nafnið ber og með sér! „Örlítil einsemd er stundum talin nauðsynleg/Aðeins í litlu magni þó,“ segir þar. Lögin eru ýmist á íslensku og ensku og restin af plötunni rúllar í þessum höfuga, notalega og umlykjandi gír.
Platan er Marínu kær, eins og hún tjáði mér. Samin á tímabili þegar hún var að finna sig í tónlist, í leit að sínu tónlistarlega heimili, getum við sagt. Hún hóf að semja lög í þeim stíl sem lýst er í málsgreininni á undan og líka texta með „viðlíka magni af rómans og rjóma“ eins og hún orðar það kerknislega.
Marína sagði mér einnig frá því hvernig bæði textar og melódíur komu oft til hennar þegar hún var stödd á staðnum sem er á milli svefns og vöku, þeim töfrastað. Hún tók meira að segja upp þann sið að sofa með skrifblokkina við hliðina á rúminu, svona til að festa hugmyndirnar fljótt og vel.
Platan kom út í endaðan ágúst og rúllar á helstu streymisveitum, nema hvað. Fleiri form eru líka í umferð og helst ber að nefna glæsilega vínylútgáfu. Umslagið smekklega skreytt með teikningum eftir Rebeccu Santo, er hrjúft og fornbókalegt viðkomu, listrænn blær í anda umslaganna frá 4AD og fleiri svalra útgáfa. „Nærbuxur“ með þunnu, innra plasti til að vernda, og svo þykk og góð pressa. Mismunandi gerð af plötumiðum sem eru punkturinn yfir i-ið (Bjart kvöld á A-hlið á meðan það húmar að á B-hlið). Og meira til, m.a. taupoki með myndskreytingu plötunnar!
Marína er iðin við kolann þessa mánuði, alls kyns hljómleikahald í gangi og nóvember og desember drekkhlaðnir af slíku stússi. Þá kom út nýtt lag fyrir stuttu, „Ástarorð í eyra“, sem hefur hlotið ágæta spilun enda leitun að ljúfari eyrnaormi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012