Plötudómur: Mikael Lind – Intentions and Variations
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. júlí, 2016
Rífandi fegurð
Intentions and Variations er fimm laga plata eftir Mikael Lind sem gefin var út af Morr Music í apríl síðastliðnum. Paul Evans hljóðblandaði og hljómjafnaði. Platan var tekin upp í Reykjavík árin 2014-2015.
Mikael Lind er sænskur en hefur búið og starfað á Íslandi í áratug. Hann hefur fengist við tónlist lengi og hefur gefið út plötur með nokkuð reglulegu millibili; sú síðasta, Unsettled Beings, kom út árið 2013. Allar plötur Mikaels hafa verið mismunandi en það er þó örðugt að greina línulega framþróun. Og þó, jafnt og þétt hefur hann verið að færast úr því sem við getum kallað melódíska, en þó tilraunkennda, raftónlist (Alltihop, plata hans frá 2009, ber með sér áhrif frá Warp-merkinu, múm og sveitum frá Morr-merkinu berlínska) yfir í eitthvað sem hægt væri að kalla algerari nútímatónlist. Það má á vissan hátt heyra upptaktinn að þessu verki hér, sem er einkar sveimbundið (e. ambient), á áðurnefndri Unsettled Beings. Tónlistin þar er ennþá uppivöðslusöm, margt að gerast, taktar gera enn vart við sig auk ákveðins skynbragðs á vel heppnaða krækju (e. hook). Mikael Lind er enn með annan fótinn í popplandi að því leytinu til, þó að lögin þar séu kannski ekki útvarpsvæn nýtir hann sér enn nokkuð hefðbundna lagauppbyggingu. En um leið er tónlistin að færast nær nútímatónlist, síðklassík að hætti Max Richter, Ólafs Arnalds, Jóhanns Jóhannssonar, Hildar Guðna o.s.frv. er þarna líka. Smekkleg notkun á píanói og strengjum drífur þennan hluta áfram.
Á Intentions and Variations fer Mikael hins vegar með þetta alla leið. Nú er hann líka loksins kominn á það merki sem hann átti alltaf heima á, Morr Music, sem er líka dálítið skondið því að hann hefur sannarlega gert Morr-legri plötur en þessa hérna. En já, alla leið, eins og ég segi. Tónlistin er án takta, líður áfram á höfugan hátt, með þeirri reisn sem einkennir vel heppnaðar „ambient“-plötur. En allt er þetta framkvæmt með augum og eyrum tónskáldsins og spilar nám Mikaels við Edinborgarháskóla, þar sem hann lagði stund á raftónlistarfræði, hér auðheyranlega inn í (ég var reyndar á staðnum og fylgdist með því er Mikael drakk þau fræði í sig). Þannig er platan greypt í nokkurs konar nútímatónlistarmót, sá andi er einhvern veginn yfir allri framvindu. Mikael leikur sér á áhrifaríkan hátt með andstæður, teflir fram blíðu, fallegu flæði (oft leiddu af píanói) en sker svo í það með skítugri hljóðum, hráum og ókennilegum. Sjá t.d. „With a Murmur“ sem fer fallega af stað en reglulega ýfist upp skruðningsbundinn hljómur. Um mitt lag er eins og það deyi út, eins og einhver hafi hreinlega gleymt að slökkva á tölvunni, en svo rís það óforvarendis aftur upp í mikilfengleik. Snilld. Það næðir hressilega um hið drunulagða „Unyielding Rocks“ en titillagið er gott dæmi um þessar tvær andstæður; fljótandi smíð sem er síðan „ógnað“ af óhljóðum en undir endann – og alltaf – ber fegurðin þau ofurliði.
Mér finnst þetta áhugaverð þróun hjá tónskáldinu og athyglisvert verður að heyra hvert hann fer næst. Mér finnst eins og það sé hægt að vinna áfram með þetta snið ef við getum sagt sem svo, a.m.k. leysir Mikael allt af hendi hér með miklum sóma og það væri því verðugt að plægja þennan akur eitthvað áfram.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012