Plötudómur: Nick Cave – Ghosteen
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. október, 2019.
Eftirspilið…
Ghosteen er ný plata eftir Nick Cave. Þar gerir myrkrahöfðinginn, eða ættum við að segja ljósberinn frekar, upp fráfall sonar síns í músík en þó aðallega máli.
Ghosteen kom út föstudaginn 4. október og fólk á mínum aldri er búið að dvelja á elliheimili samfélagsmiðlanna, Facebook, síðan. Skrafað er og skeggrætt um Nick Cave, sem er mörgum svo kær. Cave hefur átt ótrúleg ár undanfarið. Sonur hans lést á voveiflegan hátt sumarið 2015 og sú reynsla breytti listamanninum. Í stað töffaraskapar og fjarlægðar er fram kominn innilegur einstaklingur sem vill tengjast fólki og sýna því umhyggju og ást. Þetta hefur hann m.a. framkvæmt með því að svara aðdáendum á vefsíðunni Red Hand Files og svo nú á spjalltónleikum, þar sem hann tekur við spurningum úr sal, í einskonar „tilraunastofu í tengingu“.
Síðasta plata Cave, Skeleton Tree, var hálfköruð þegar reiðarslagið kom. Fullbúin varð hún að besta verki listamannsins. Já, ég var ekki sannfærður en er það í dag. Platan er ótrúleg. Síðast þegar ég stakk niður penna um Cave var það út af henni, og þá var ég miðjum klíðum við það að melta hana. Sú plata stingur, uppfull af broddum en líka ægifegurð. Fannst hún samt hálfleiðinleg fyrsta kastið og tjáði mig um það á Snjáldru. Ein athyglisverðasta kenningin sem kom fram í meðfylgjandi athugasemdaþræði var að þessi leiðindi sem ég þóttist finna væru í raun dofi vegna hins mikla áfalls. Cave sneri aftur til vinnu, en í miðju áfalli í raun, hið eiginlega sorgarferli rétt að hefjast. Í myndinni One more time with feeling lýsir hann því að þetta hafi verið eina leiðin ef geðheilsan ætti ekki að hverfa með öllu. Verkið skyldi klárað, þó hann hafi að einhverju leyti – og kannski miklu – verið utangátta.
Push the Sky Away (2013), Skeleton Tree (2016) og nú Ghosteen eru allar því marki brenndar að vera hálfgerðar „ambient“-plötur. Það er lítið rokk í gangi. Þær líða áfram, svífa áfram og engin þeirra meira en sú nýjasta. Og ég er afskaplega ósannfærður um gildi hennar og gæði. Ég sagði einu sinni í gríni um einn uppáhaldsleikstjórann minn, Terrence Malick, að mynd hans Tree of Life væri í senn algerlega stórkostleg en um leið alveg ofboðslega leiðinleg. Eitt útilokar ekki hitt. Líður dálítið þannig með þessa plötu. Hér er áhersla á texta fremur en tónlist og hljóðmotturnar stundum óspennandi. Warren Ellis, hægri hönd Cave, er mistækur í þessu rafsulli sínu. Platan hljómar mæðulega. Ég skynja þetta sem eftirspil. Lok. Eðlilega?
Vandamálið með þessa plötu er að Cave, ólíkt því sem hann er að gera í svarbréfunum til aðdáenda (eða í kvikmyndunum sínum), heldur of mikið aftur af sér, þá textalega. Ég hefði viljað sjá naktari, raunsærri vísanir í það sem er verið að gera upp. Þetta er of mikið undir villtri rós. Ég skal líka með glöðu geði ráðast á fílinn í stofunni. Sem skáld, þá er Cave ekki alveg að „dansa“. Þó hann þrái það mun hann aldrei ná sömu hæðum og Dylan, Cohen, Morrissey. Hann er einfaldlega of sjálfsmeðvitaður. Langar of mikið til að vera SKÁLD og nær því þess vegna ekki að fullu. Það er of stutt í tilgerð, eitthvað sem mér finnst hafa aukist í seinni tíð. Eins og hann sé að máta sig í föt risa og sé óöruggur. Útkoman er því „ofskrifaðar“ línur.
Ég tók eftir þessu í 20.000 days on earth, þar sem hann var að ramma sig inn sem ljóðskáld í restina. Ég fékk aulahroll. En… um leið hef ég aldrei séð „hann“ jafn vel og í þeirri mynd. Hlæjandi, mannlegan, feiminn, gáskafullan. Ef hann myndi slappa aðeins af, tappa inn í þennan gaur, þá yrði hann betri listamaður.
Hvað sem því líður, þá gerir hann ekki svona plötu aftur. Og vonandi aldrei (hér er ég að vísa í það sem orsakaði hana). Brjálað rokk, með einlægni ljósberans að vopni, næst? Það er ekkert víst að það klikki.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012