Plötudómur: Nykur – III
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 30. september.
Þungarokksbundin þeysireið
Nykur er verkefni sem Guðmundur Jónsson hefur haldið utan um frá fyrstu tíð og Nykur III er eðli málsins samkvæmt þriðja plata sveitarinnar. Kraftrýnt verður í gripinn hér.
Fyrsta plata Nykurs kom út 2013 og sú næsta 2016. Trommu- og bassaleikarar hafa runnið í gegnum bandið en þeir Guðmundur Jónsson, gítarleikari, laga- og þúsundþjalasmiður, og Davíð Þór Hlinason, söngvari, gítarleikari og lagasmiður, hafa verið um borð frá upphafi vega. Á þessari plötu eru með þeim þeir Jón Svanur Sveinsson bassaleikari (var einnig á Nykri II) og Magnús Stefánsson trommari, fyrrverandi félagi Guðmundar úr Sálinni hans Jóns míns auk þess að hafa verið í Utangarðsmönnum, Egó og fleiri sveitum.
Tónlistin á Nykri III er þungarokk. Stundum þungt rokk (já, það er munur). Keyrslan snertir á hlemmiskeiði sígildra sveita eins og Iron Maiden eða þá nýgildra sveita eins og Mastodon og stundum detta menn niður á hefðbundnari, áttunda áratugar ramma. Hið illþýðanlega „hard rock“ (harðrokk hefur aldrei flogið) og nikkað til meistara eins og Rainbow. Það er proggað á köflum, það er ýjað að þjóðlögum og passað upp á jafnvægi gotneskra skugga og bjartari, melódíubundnari spretta. Þetta er um leið afskaplega íslensk tónlist, jafnvel heimilisleg! Dimma er meira í algeru þungarokki en það eru andleg og stemningsleg líkindi á milli þessara tveggja. Þungarokkssveitir fólksins. Um leið er Nykur þægilega umvafinn blæ fortíðar, hljómsveitir eins og Start og Drýsill svo ég nefni heimaræktaðar, frónverskar bárujárnssveitir. Söngrödd Davíðs, sem er til þess að gera „venjuleg“ rokkrödd fremur en rífandi, hás eða óperuleg, undirstingur þessa tengingu.
Verkinu er hleypt af stokkunum með laginu „Haltu fast“. Grimm riff í bland við smekklegar slaufur opna það og „gummísk“ melódían er strengd í gegnum smíðina, veri það vers eða viðlag. Lögin hér eru fæst einföld, brýr eins og sagt er skjóta reglulega upp kolli og hér er það gítarglingur um miðbikið sem leiðir út í hraðaaukningu og hálfgildings sóló. Lagi svo lokað með rödduðum söng og epískum þyngslum. „Tíminn rennur út“ skartar tvígítar að hætti Maiden, framvindan þung framan af en um miðja vegu kemur Guðmundur inn með stuðningsrödd og lagið stökkbreytist. Gítarflúr litar næstu mínútu sem eins lags millikafli og það er proggað af einurð. Míníópera næstum því sem er síðan leidd til lykta með enn öðrum kafla. Tilkomumikið og þessi tvenna sýnir manni yfirleguna og viljann til að fara ekki endilega einföldustu leiðina.
Platan er þó fjölbreytt. „Ástin er rugl“ er næsta poppað, alltént í samhenginu, og „Órar dvína“ er dimmt og mikilúðlegt með einkennandi þjóðlagastefi, Jethro Tull í sínum þyngsta fasa jafnvel.
Textarnir eru frábærlega vel ortir (allir eftir Guðmund) og hér er tema, glíma mannsins við sjálfan sig. Guðmundur er íslenskumaður góður og hér eru „hælbítar í
skötulíki“, „veður válynd“, draumfarir sem „hvíla eins og mara“ o.s.frv. Tungumálið brúkað og það er nærandi að nema það. Eigi ætla ég að bölsótast út í „stöðu þess í dag“, hlutir þróast en persónulega nýt ég þess alltaf að heyra klóka notkun á hinu ylhýra. Í lokalaginu, „Glímurnar þrjár“, eru temu allra platnanna afhjúpuð: „Fyrsta
glíman er við guð / Önnur glíma, aðrir menn / Glíma þrjú, við
sjálfan þig“.
Spilamennska öll er þá upp á tíu. Innkoma Magnúsar er sterk og aðrir eru á flugi, mikið um glúrnar gítarhugmyndir út í gegn, veri það riff eða melódíur. Guðmundur og félagar eru heima í þessari tónlist og vonandi að klárnum verði ekki lagt þó að líklega verði söðlað um hugmyndalega í kjölfar þessa þríleiks.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012