Plötudómur + Rýnt í: Jóhann Jóhannsson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. október, 2016
Stillan sem snýr aftur … og aftur … og aftur
Ný plata Jóhanns Jóhannssonar, Orphée, er naumhyggjulegt djásn sem undirstrikar rækilega sterka stöðu hans í samtímatónlist. Hér er rýnt í verkið sem og stöðu Jóhanns sem tónlistarmanns.
Ég fór út að hlaupa um helgina, í kringum Miklatúnið (sem ég mun aldrei kalla Klambratún) með nýjustu plötu Jóhanns Jóhannssonar í eyrunum. Veðrið var fallegt, það rigndi meira að segja, og með þessa dásemdartónlist í eyrunum varð hlaupið óneitanlega epískt. Ég fór hring eftir hring, í góðum takti (framan af a.m.k.!) alveg eins og platan. Ég labbaði einbeittur – „hreinsaður“ – frá hlaupinu.
Orphée er fyrsta sólóplata Jóhanns í átta ár eða síðan temaverkið Fordlandia kom út á vegum 4AD árið 2008. Þá erum við að tala um verk, sem tengist ekki nema sjálfu sér, rennur ekki samhliða kvikmynd, sjónvarpi eða öðrum miðli. Á millibilsárunum hefur Jóhann verið alveg afskaplega iðinn, unnið að margvíslegum verkefnum og ásókn í hann sem kvikmyndatónskáld hefur farið vaxandi, sem skýrir m.a. þessa bið eftir frístandandi verki. Ég ætla ekki að eyða löngum tíma í að ræða afrek hans á því sviðinu, þau eru nokkuð kunn nú, en tónlist hans við The Theory of Everything og Sicario hefur vakið helsta athygli á honum sem slíkum og nú síðast sú frétt að hann sé að vinna að tónlistinni við framhaldið af Blade Runner.
Síðasta verk af sólótaginu, Fordlandia, hafði sem umfjöllunarefni bæ sem Henry Ford lét byggja í Brasilíu á þriðja áratug síðustu aldar til að tryggja gúmmívinnslu fyrir fyrirtæki sín í Bandaríkjunum. Samfélags- og/eða atvinnulífstilraun sem mistókst en vakti og er enn að vekja vangaveltur um mannlegt eðli, efniviður sem Jóhann nýtti sér í tónsköpunina. Orphée er lausbundnara en temaverk engu að síður, hinar fjölmörgu sögur af skáldinu og tónlistarmanninum Orfeusi voru Jóhanni innblástur þar sem hann fjallar um breytingar af margvíslegum toga, hvort heldur sem um er að ræða flutninga á milli heimshluta (Jóhann fluttist frá Kaupmannahöfn til Berlínar á samningstíma verksins) eða breytingar á samskiptum og vinasamböndum. „Það er erfitt að breyta lífi sínu og þú þarft að taka erfiðar ákvarðanir,“ sagði Jóhann í nýlegu viðtal við Factmag. „Platan varð að einhvers konar dagbók um þetta ferli allt.“ Kannski er heilandi, seiðandi áferð plötunnar á vissan hátt leið til að semja sig út úr óvissutímum. Platan hefst á laginu/verkinu „Flight from the City“ og einkennist það af endurteknu stefi sem rís og fellur, aftur og aftur. Það er eitthvað angurvært við þetta, harmrænt, hvernig lagið byrjar, rís og dettur niður … aftur og aftur og aftur. Viðlíka aðferðum er beitt út plötuna. Endurtekin stef, með tilbrigðum, minimalismi sem hrífur mann með.
Ein af ástæðunum fyrir velgengni Jóhanns er að hann er með fæturna í tveimur heimum og skilur þá báða (og heimarnir eru reyndar fleiri í hans tilfelli) og fyrir pistilhöfund, sem hefur fylgst með ferli Jóhanns í meira en kvartöld, er eitthvað gleðilegt við það að sjá merki hins virta Deutsche Grammophon á plötunni. Bakgrunnur Jóhanns er rokk/popp en í dag vinnur hann á sviði samtímatónlistar og reynir á þanþol hinnar gamalgrónu skiptingar á milli dægurtónlistar og sígildrar/skrifaðrar tónlistar (skipting sem lifir enn góðu lífi, sama hvað póstmódernistarnir segja).
Hér heyrum við því í minimalistum eins og Pärt og Górecki en einnig í kvikmyndatónskáldum eins og Zbigniew Preisner, Ennio Morricone og Bernard Herrman. Gleymum þá ekki framsæknum rokkurum eins og Cale og Eno og hinu naumhyggjulega súrkálsrokki frá Þýskalandi; Can, NEU! og það allt. Jóhann þekkir þetta allt saman inn og út – og kvikmyndasöguna einnig – og þessi vitneskja og innsýn hefur gert honum kleift að tálga út eigin hljóðheim sem hann er að keyra inn í bæði kvikmyndatónlistarverkefnin sín (Sicario er mjög gott dæmi þar um) og þessa plötu hér.
Ég ræddi við Jóhann árið 2008, árið sem Fordlandia kom út. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu og mér finnst við hæfi að enda þessi skrif með þessum hugleiðingum hans úr því:
„Ég reyni að búa til plötur sem bjóða upp á reynslu sem gefur hlustandanum eitthvað, eitthvað meira en ef hann dveldi bara við eitt og eitt lag að handahófi. Ritúallinn við það að setjast niður og hlusta á tónlist er dáldið að hverfa, við notum tónlist alltaf meira og meira sem veggfóður … Óskastaðan er sú að fólk gefi sér tíma og einbeiti sér í þann klukkutíma eða svo sem tónlistin á plötunni varir og gefi henni sömu athygli og bíómynd eða bók.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012