Plötudómur: Sólveig Matthildur – Constantly in Love
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. maí, 2019.
Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu
Önnur sólóplata Sólveigar Matthildar, sem er m.a. meðlimur í Kælunni miklu, ber titilinn Constantly in Love. Sorgin var í forgrunni á síðustu plötu en nú er það ástin. Dramað er hins vegar í botni, eins og alltaf.
Það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með Kælunni miklu og sigrum hennar, en þær stöllur hafa haft mikið umleikis undanfarin misseri. Þær eru meira að segja farnar að gægjast aðeins upp úr moldinni, en síðasta plata, Nótt eftir nótt, vakti verðskuldaða athygli á þeim. Þar taka þær sitt gotaskotna popp upp á næsta stig, lög og flutningur er allur straumlínulagaðri án þess að einhverju biti eða köntum sé fórnað. Frábær hljómsveit og spennandi að sjá hverju þær snara upp næst.
Sólveig Matthildur, hljómborðsleikari og bakraddasöngkona, á greinilega erfitt með að vera kyrr, því að hún keyrir sólóferil samhliða. Fyrsta platan hennar undir eigin nafni kom út í desember 2016 og ber hinn kynngimagnaða titil Unexplained Miseries & the Acceptance of Sorrow. Platan lúrði í netheimum lengi vel, svo gott sem óáreitt. Í ágúst 2017 kom platan hins vegar út á efnislegu formi og í framhaldinu fór Sólveig að spila efni sitt á tónleikum, hérlendis og víðs vegar um Evrópu líka (og hún hefur og verið að spila í Ameríku). Þessi fyrsta sólóplata Sólveigar inniheldur lög bundin í „endurtekningarsamar, sveimbundnar stemmur, líkt og um kvikmyndatónlist sé að ræða,“ eins og ég sagði í skrifum á sínum tíma um hana. „Söngrödd Sólveigar tónar yfir, stundum róleg og höfug, stundum æst og knýjandi … Tónlistin er lagbundin; þykkar og djúpar hljómborðsnótur tifa áfram ofan á draugalegum hljóðmottum og tónlistin er seiðandi, dregur mann inn.“
Nýja platan er hnitmiðaðri, og á einhvern hátt má merkja sömu þróun og hjá Kælunni miklu. Hlutirnir eru einfaldlega orðnir þéttari og úthugsaðri, sem kemur eðlilega með reynslu og atfylgi. Sólveig vinnur ennþá með gotnesku fagurfræðina og skírskotanir í þá tónlist og þann stíl eru sterkar. Sjá t.d. umslagið, sem er frábært, og minnir á plötur úr viðlíka geira sem komu út um miðbik níunda áratugarins (undir merkjum Mute og 4AD t.d.). Kinnat Sóley og Dean Kemball vinna með Sólveigu að listrænu hönnuninni. Sólveig vinnur mjög þétt með hádramatísk, gotnesk temu, en hún nær listavel að forðast það að vera kjánaleg eða tilgerðarleg. Vegna þess að hún er heiðarleg. Constantly in Love fjallar enda um ofurviðkvæmni, eins og ég les það, okkur sem erum óvenjunæm fyrir umhverfinu, finnst allt frábært og æðislegt en sögulega séð er slíku fólki refsað af normalíserandi samfélagsöflum. Maður á að skína, frá fyrsta hanagali, en það er ekki létt verk. „Titillagið fjallar um að vera ástfangin, stöðugt, og það leiðir til þess að hjarta þitt er ávallt brotið“, lýsti Sólveig í samtali við post-punk.com vefinn. „Þegar þú ert hrædd við að vera særð er best að brjóta allt niður í kringum þig, áður en það brýtur þig. En þetta snýst ekki endilega um að vera ástfangin af öðru fólki. Draumar hafa verið minn helsti innblástur að undanförnu. Ég á þessa ótrúlegu, súrrealísku drauma og ég verð svo sorgmædd þegar ég vakna og geri mér grein fyrir því hversu heftandi raunveruleikinn er. Það veldur hjartasári.“
Megi Sólveig starfa áfram lengi enn, því að hún er með hæfileikana og eljuna, ó já. Því að allt tekur enda, einhvern tíma, eins og við öll vitum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012