Plötudómur: Suð – Meira Suð!
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. janúar, 2017
Meira gítarsurg úr grasrótinni
Nýbylgjurokkhljómsveitin Suð gaf út plötuna Hugsanavélin fyrir sautján árum en sneri aftur síðasta haust með plötunni Meira Suð! Sömu þremenningarnir skipa sveitina og
„Flókin og fáguð lög skapa ekki endilega fegurðina, staðreynd sem liðsmenn Suðs virðast vita fullvel af. Stundum eru lögin hröð og beinskeytt, með bjöguðum og skítugum hljóm, í anda gæðasveita eins og Dinosaur Jr, Seam og Hüsker Dü…“ Þessi rándýru orð voru skrifuð af pistilhöfundi fyrir rúmum sautján árum og eiga þau við um frumburð Suð, plötuna Hugsanavélin. Þetta var auk þess fyrsti plötudómurinn sem ég skrifaði fyrir Morgunblaðið – fyrstu skrifin sem birtust eftir mig á þeim vettvangi á prenti – og tilfinningin sem fylgir því að skrifa á nýjan leik um þessa ágætu sveit er því dálítið skrítin. Þægilega nostalgískur fiðringur leikur um mig þar sem ég skrifa og hlusta.
Tvíburarnir Helgi og Kjartan Benediktssynir skipa Suð ásamt Magnúsi Magnússyni og á þetta tríó heiðurinn af frumburðinum – sem og þessari plötu sem hér er til umfjöllunar. Tildrögin að þessari seinni plötu eru skondin og má lesa um þau á sud.is. Sveitin lagðist sumsé í híði skömmu eftir 2000 en 2014 var ákveðið að láta til sín taka á ný. Meðlimir komust þó fljótlega að því að allt fingraminni var gufað upp. Hvorki gekk né rak að spila lög, hvort heldur þeirra eigin eða annarra. Loks var brugðið á það ráð að semja bara nýtt efni, til að stytta sér leið, og sjá, lögin hófu að hrannast upp og minnisgloppustíflan brast. Albert Finnbogason var fenginn til að taka upp og hljóðblanda og Finnur Hákonarson hljómjafnaði svo.
Meira Suð! er góð plata. Hugsanavélin innihélt hrátt og einlægt nýbylgjurokk að amerískum sið; sveitir sem gáfu út hjá Matador Records augljós áhrif, lágfitlshetjur eins og Pavement og einnig mátti heyra í þeim sveitum sem ég nefni í upphafi (er samt ekki viss um Dinosaur og Hüsker, svona eftir á að hyggja!?). Hugsanavélin var um margt vel heppnaður gripur og líkt er með þessa plötu hér þar sem róið er á sömu mið fagurfræðilega sem stemningslega. Og það sem ég meina með „góð“ er að hún er einfaldlega góð og þessir merkimiðar sem ég hef verið að flagga skipta engu máli þegar á heildina er litið. Hljómur er góður; þéttur, djúpur og kraftmikill, lagasmíðar góðar og glúrnar þar sem ekki er keyrt á sömu formúlunni allan tímann, líkt og var reyndar gert á Hugsanavélinni. Spilamennska er flott og hæfir efniviðnum og andinn – og það er það mikilvægasta – einhvern veginn heilnæmur og frískur. Það var greinilega gaman að hræra í eina plötu loksins! Ég sagði í þessum fyrsta, sautján ára gamla dómi, að Hugsanavélin gæfi fögur fyrirheit. Það hefur ræst. Og ég enda á sömu orðum og þar: Þetta er „fínasta plata sem meðlimir geta verið stoltir af“.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012