Plötudómur: Sunna Margrét – Finger On Tongue
Djörf Tónlist Sunnu Margrétar er, að mati greinarhöfundar, framsækin
en aðlaðandi á sama tíma. — Ljósmynd/Margrét Gyða Jóhannsdóttir.
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 30. mars.
Tungubrögð hugans
Finger On Tongue er ný plata frá Sunnu Margréti. Undanfarin misseri hefur hún verið á æði athyglisverðu ferðalagi hvar framsækni og frumlegheit eru í heiðri höfð.
Sunna Margrét tróð upp í kjölfarið og bauð upp á ansi kræsilega efnisskrá. Tónlist hennar er að verða harðari og rokkaðri, einslags síðpönksskotið listarokk. Sunna reffileg nokk í framlínunni hvar hún mundaði bassa og tók allt það pláss sem í augsýn var.“ Þannig skrifaði pistilritari um Sunnu í blað þetta er hún viðraði sig og sveit sína í Fríkirkjunni á síðustu Airwaveshátíð. Ég hef náð að fylgjast með Sunnu undanfarin misseri og vel hefur mér litist á. Stuttskífan Art Of History (2020), þar sem ég heyrði sólóefni Sunnu fyrst, er vel óhlutbundin og tilraunakennd en meiri lagauppbygging og melódíupælingar fylgdu næstu stuttskífu, Five Songs For Swimming, sem út kom síðasta sumar. Afar spennandi þreifingar þar í gangi og ég lét hafa eftir mér, nú á vettvangi RÚV: „Ég kalla hér með eftir meira efni, lengri plötu og nánari vinnslu á þeim hljóðheimi sem maður fær innlit í hér.“ Og mér varð að ósk minni.
Sunna býr í Lausanne í Sviss og sinnir myndlist, tónlist og útgáfu jöfnum höndum ásamt eiginmanni sínum Stéphane Kropf. Þau stofnsettu árið 2019 útgáfuna No Salad Records sem gefur út tilraunatónlist af ýmsu tagi og þar á meðal Finger on Tongue. Sunna samdi öll lög og upptökustýrði en Maxime Graf kom að meðupptökustjórn „Chocolate“, „Figure“ og „I’ve Been Drinking“. Graf hljóðblandaði, Dominic Clare hljómjafnaði og myndskreyting plötuumslags var í höndum Ginu Proenza.
Finger On Tongue ferðast um mörk tón-, hljóð- og eiginlega myndlistar líkt og síðasta verk en Sunna er með gráðu í myndlist. Framsetningin er til þess að gera „listræn“, eru þetta lög eða hluti af innsetningu gæti einhver hugsað.
Verkinu er ýtt úr vör með „Chocolate“ sem er ágætt dæmi um þann samslátt sem Sunna er að reyna sig við. Þetta er melódískt lag en undirfurðulegt líka. Hringlandi, hljóðunninn gítar opnar lagið og Sunna talar yfir framvindunni sem er hæg og sérkennileg en aðlaðandi líka. Sunna syngur líka, löngunarfullri röddu, yfir þessari torræðu rafballöðu. Og áfram er haldið. Upphafsómurinn á „Come With Me“ er stálsleginn og rifinn og fyrr en varir er kominn þrælsvalur bassi sem minnir helst á síðpönkstilraunir Wire ca 1980. Hljómur sumra laganna, og þessi krómaða áferð sem liggur á honum, minnir oft á blómaskeið síðpönksins. Ég hugsa líka um Juliu Holter („I’ve Been Drinking“), NEU! og fleira eðalfólk úr flóru tilraunatónlistar sem aldrei er leiðinlegt að líkjast! „Í kviði“ er með samskonar brag, lögin eru jafnan strípuð, rásirnar opnar og greinanlegar og skruðningar og hljómborðsflipp malla undir í bland við hvaðeina sem þarf til að opna á hljóðheim sem er dálítið skrítinn en aldrei of skrítinn. Þannig vindur þessu öllu saman fram. „4 Year Itch“ er draugalegt (smá Portishead kannski) og „Hibiscus“ er hálfgerð drunulist („drone“) með ljóðalestri.
Sunna byggir vel ofan á það sem hún þróaði fram á síðasta verki. Þetta er vel tilraunakennt eins og áður og stendur vel þannig. Þetta er til muna heilsteyptari plata en sú síðasta, þráðurinn út í gegn er greinilegri, ljósari, þéttari og röklegri. Þetta er lagasafn mótað í sama skapalóni, meira og minna. Ég ætla bara að endurtaka það sem ég sagði síðast: ég vil heyra meira enda er þessi vegferð Sunnu einkar lofandi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012