Plötudómur: Ben Frost – Scope Neglect
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. mars.
Ljúfir skjálftar, mjúk högg
Scope Neglect er fyrsta hljóðversplata Ben Frost í sjö ár. Það er hin virta útgáfa Mute sem gefur út. Innihaldið er afgerandi og afdráttarlaust, rífur mann í gang en róar um leið.
Er búið að taka riffin úr Killing Joke og sjóða þau niður í tölvukubb? Tónlistin rís og hnígur, nei, hún sprettur fram eins og höggbylgja – eftir höggbylgju – eftir höggbylgju, eins og það sé búið að taka Orphée Jóhanns Jóhannssonar og smella á hana „industrial“-skotnum rafmagnsgíturum. Eða eru þetta Godflesh að búa til „ambient“-tónlist? Æ, hættu þessum rembingi Arnar, mér heyrist þetta bara vera hann Ben Frost!
Listamaðurinn ástralski hefur verið búsettur á Íslandi í áratugi og litað íslenskt tónlistarlíf sterkum, afgerandi litum. Frost á að baki æði fjölskrúðugan feril en auk þess að gefa út hljóðversskífur eins og þessa hefur hann samið tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leik- og dansverk auk þess að upptökustýra. Hann hefur unnið með risum eins og Swans, Steve Albini og Tim Hecker og flytur tónlist sína um veröld víða. Tónlistarlega fer Frost um allar koppagrundir, hann beitir fyrir sig hljóðlista- og vettvangsupptökufræðum þegar þannig liggur á honum en í sínum kjarna, þegar „hans“ tónlist er ein og sér, þyrlar hann upp hávaða og dökkva og ríður á vaðið í eilífri tilraunaleit þar sem hljóð- og hljómlist getur tekið á sig undarlegustu myndir.
Scope Neglect var tekin upp með Greg Kubacki, gítarleikara bandarísku reiknirokkaranna í Car Bomb („mathcore“) og Liam Andrews, bassaleikara hinnar áströlsku My Disco. Og svo vélar Frost um herlegheitin. Útkoman er nokkuð svakaleg. Ég reyndi svona aðeins að lýsa hughrifunum í upphafi en sá texti nær frekar skammt. Frost tekur riffin hans Kubacki og einangrar þau. Tekur þau úr þungarokksfasanum ef svo mætti segja, heldur þeim uppi einum og örvasa og endursetur þau, býr þeim annars konar og ég vil segja listrænna umhverfi. Killing Joke, Swans og „Nosferatu Man“ með Slint, þó að greina megi þungarokkslega tónlist þá er þetta ekki þungarokk, ekki frekar en þessi plata.
Lögin stökkva á mann, hrista mann og skekja en áætlanir Frost eru dýpri en svo. Hér tekst að vefa teppi þar sem naumhyggja ræður för. Grimmileg riffin falla saman undir rest, endurtekningin gerir tónlistina línulega og með endurtekinni hlustun verður þetta „ambient“ og umlykjandi. Athugið að fátt er eins róandi og að hlusta á tónlist sem er á góðu blasti með tilheyrandi þyngslum. Þegar tónlistin er orðin það ofboðsleg ummyndast hún í taktfastan, sefandi graut, líkt og þegar maður stendur frammi fyrir hinum öfluga og dynjandi Dettifossi. Þetta vita þeir sem hafa reynt það. Þessa upplifun nær Ben okkar Frost að knýja fram hér.
Það er kannski ágætt að það komi fram að ég þekki Ben ágætlega og hef fylgst grannt með hans störfum alla tíð eða eftir að hann fluttist hingað. Það er nýlegt viðtal við hann í Reykjavik Grapevine hvar hann talar um þessa plötu en margt annað líka, m.a. Ísland. Honum líði sannarlega vel hér, mjög vel meira að segja, en sem tónlistarmaður sé hann lítt þekktur og sama á við um Ástralíu. Ég ætla því að nota tækifærið hér og votta það við hann að hér er hann og verður alltaf aufúsugestur. Ég hef tekið viðtöl við hann oft og mörgum sinnum á þessum vettvangi og í einu af okkar fyrstu viðtölum, 2007, sagði hann: „Það er eitthvað í mínu fari sem smellpassar við Ísland – og eitthvað í fari Íslendinga sem smellpassar við mig.“ Látum þetta vera lokaorðin.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012