Plötudómur: Tómas Jónsson – 3
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. maí, 2020.
Tómas Jónsson metsöluplata
Platan 3 er önnur sólóplata Tómasar Jónssonar, eins undarlega og það kann að hljóma. Tómas hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarið, m.a. vegna starfa sinna í gæðasveitinni ADHD.
Það var fyrir rétt rúmum þremur árum (haustið 2016) sem Tómas gaf út sína fyrstu plötu, sem var samnefnd honum. Hann sótti mig þá heim í Odda á háskólasvæðinu hvar ég vinn og afhenti mér forláta vínileintak. Við tókum stutt gangaspjall og mér fannst gott að hitta piltinn sem ég hafði orðið var við misserin á undan. Hann hafði leikið með alls kyns tónlistarfólki, Ásgeiri Trausta, Júníusi Meyvant, Hjálmum, Memfismafíunni, Fjallabræðrum, Helga Björnssyni, Sigríði Thorlacius, Uni Stefson og fleirum. Hann hefur þá sinnt tónsköpun og spilamennsku með ADHD lengi og því sjóaður vel. Mér fannst ánægjulegt að hann væri að stíga fram með eigin tónlist og það var ekki létt verk að pinna tónlistina niður. Djassskotið að einhverju leyti, vélrænt í bland við lífrænt, og vísað í áttunda áratuginn, „ambient“-hljóðheim og krækt í mexíkóskan mariachi-blástur meðfram öðru. Allt saman svo þægilega kunnuglegt en um leið ekki.
Þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson, Magnús Trygvason Eliassen, Magnús Jóhann Ragnarsson og Rögnvaldur Borgþórsson koma við sögu á plötunni nýju en flestir fylltu þeir þá síðustu líka. Platan er gefin út hjá Lucky Records og var að mestu tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Spjall okkar fyrir rúmum þremur árum var stutt en kurteislegt og markaðist að einhverju leyti af feimni og þeirri staðreynd að við þekktumst ekkert. Mig vantaði svo frekari upplýsingar fyrir þennan pistil og sló stuttlega á Tómas. Ætlaðar fimm mínútur urðu að tuttugu og okkar maður, nú alveg 27 ára, var opnari og málgefnari og hafði ýmislegt að segja um sig og sína list.
Tómas segir t.d. að hann sé viljandi að rugla í fólki með því að kalla aðra plötu sína 3, og hún sé um leið hluti af þríleik. Þriðja platan (nú, eða önnur) kemur síðar. Hann vísar glettinn í Star Wars-röðina sem kom ekki út í réttri röð. Og þó að um tengdan þríleik sé að ræða séu ekki endilega líkindi á milli hlutanna tónfræðilega. Vísunin í Star Wars sé hins vegar ekki alveg úr lausu lofti gripin, en tónlistin er að miklum hluta unnin á hljómborð sem voru í mikilli notkun á mektarárum upprunalegu Star Wars-myndanna. Og þó að Tómas sé fæddur 1993 sé hann á kafi í tónlist þessa tíma.
„Ég þarf dálítið að vanda mig við að fylgjast með í tónlist,“ segir hann kíminn, „því annars fer ég bara að hlusta á tónlist frá áttunda og níunda áratugnum út í eitt.“ Hann lýsir sér sem óforbetranlegum áhugamanni um hljóðgervla og hann finni mikla fegurð í hljóðheimi þessa tíma. Þetta má nema á plötunni, sem er í senn melódísk og tilraunakennd. „Breiðholt“, opnunarlagið, er eins og stef úr framsækinni rúmenskri mynd frá 1981, „Chicagomalt“ er eins og tónlist úr biluðum tölvuleik en „Sefgarðar“ er hrein fegurðarstemma. Eins er með „Ránargata“ á meðan „Kemurekkitilgreina“ er grallarapopp. „Heilsubótarganga vélmennis“ hljómar nákvæmlega eins og titillinn!
„Ekkert af þessu var sérstaklega ákvarðað en ég reyni að finna fegurðina í lögunum, hvort sem þau eru ljúf, áleitin eða húmorísk,“ útskýrir hann. „Ég legg áherslu á að vinna hlutina fremur hratt og þá er lykilatriði að vera með góðan mannskap, fólk sem þarf ekki að útskýra of mikið fyrir. Þessar sólóplötur urðu til náttúrulega, lögin urðu til, ég er ekki að gefa út eigið efni bara til þess að vera með. Ég þarf að gera þetta. Og ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að hætta að reyna að semja góða músík. Þá losnaði um mikinn hnút hjá mér og þetta fór að flæða óheft og eðlilega.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012