Úttekt: Tónlist og COVID-19
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. maí, 2020.
Fagrir tónar í miðjum faraldri
COVID-19-faraldurinn staðfesti svo um munar þörf okkar fyrir tónlist og menningu almennt. Engu að síður riðar sá geiri nánast til falls. Hér verða neikvæðar og jákvæðar birtingarmyndir faraldursins skoðaðar, með sérstaka áherslu á dægurtónlist.
Hvað tónlistina áhrærir varð gríðarleg þversögn ljós frekar fljótlega. Við höfum sem manneskjur greinilega mikla þörf fyrir menningu og listir. En um leið sást hversu mikið listneysla hangir á því að fólk komi saman og njóti samvista. Vegna brottnáms þessa riðar þessi geiri til falls. Okkur þykir sjálfsagt að njóta tónlistar og að hún sé til reiðu eins og rennandi vatn en virðumst vera hálfpartinn meðvitundarlaus um að það er fólk af holdi og blóði sem skapar tónlistina. Á meðan það er hlaupið undir bagga hjá hinum og þessum atvinnugreinum er allt of lítið gert til að koma til móts við þennan geira þar sem margir, t.d. hljóðmenn, eru svo gott sem slyppir og snauðir. Það er mögulega dulbúin gæfa falin í því að mikilvægi lista fyrir heill samfélagsins hefur sennilega aldrei verið skýrara en að sama skapi er sárt að horfa upp á neyðina; staði sem verða aldrei opnaðir aftur og jafnvel efnilegt tónlistarfólk sem hefur orðið að sjá sér farborða með öðrum hætti og snýr mögulega aldrei aftur í fagið sitt.
Ég hef reifað þessa jákvæðu þætti sem fylgdu faraldrinum. Gildi tónlistar varð skýrt en aukinheldur varð ljós þörf okkar fyrir tjáningu í samfélagslegu samhengi, þegar tónlistarfólk, atvinnu- sem áhugafólk, hóf að spila í gríð og erg fyrir tilstuðlan fjarfundabúnaðar og samfélagsmiðla. Kreppur geta oft og tíðum af sér varanlegar breytingar og nýsköpun, og ljóst er að í sumu verður ekki aftur snúið. Aðlögunarhæfni og lausnamiðað atferli var í algleymi. Og þær uppfinningar, ef svo má kalla, sem komu fram verða sem viðbót við það sem fyrir er. Nettónleikar munu aldrei leysa „alvöru“ tónleika af en hér er hins vegar komin ákveðin aðferð, ákveðinn valmöguleiki sem getur vel lifað samfara hinu. Það er síðan framtíðarmál hvernig þetta verður allt stillt af. Ég er líka búinn að afgreiða þetta neikvæða, en nefni aukinheldur að fólk er mistengt og hefur mismiklar bjargir í svona aðstæðum.
En hvað var gert? Það var hálf ótrúlegt að fá flóð söngva og uppátækja yfir sig þessar fyrstu vikur. Mikið var um það að fólk færi að ýta á þennan „record“-takka á snjallsímanum símum, sem það virtist hafa litla vitneskju um þangað til brast á með einangrun. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Endalausir stofutónleikar, misfaglegir, en helsti kosturinn var ákveðin mýkt, gleði og hlýja. Öðruvísi nánd. Sjá t.d. vel heppnaða stofutónleika Eivarar Pálsdóttur. Hversu margir sem hafa ekki séð hana á tónleikum fengu loksins kost á því? Mikið var um samsöngva og samspil í gegnum Zoom eða annað álíka, allt frá Rolling Stones til Jóa á bolnum. Bob Dylan hóf að gefa út lög af krafti, og sagði, undir rós, að COVID-19 hefði m.a. stutt við þessa útgáfulotu hans. Í einangrun hefur tónlistin flætt fram.
En það er vonandi að þessar hörmungar allar hafi stimplað það fast inn í okkur að tónlistin er ekki sjálfsögð og við berum í raun og veru öll ábyrgð á vegferð hennar og vexti. Megi það veganesti fylgja okkur inn í „eðlilegri“ tíma sem nú hillir undir.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012