Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. febrúar, 2015
Ó Pónó…
• Hágæða tónlistarspilari Neil Young er umdeildur
• Tímamótatónhlaða eða kötturinn í sekknum?
Þar sem ég sit og skrifa þetta er ég að hlusta á Fly On The Wall, plötu AC/DC (vanmetið verk!), í gegnum lítið Philips-ferðaútvarp. Það er „aux“-tengi í útvarpinu og ég er að streyma plötunni úr tölvunni minni. Af Youtube. Spotify var eitthvað hægt og ég nennti ekki að bíða, fletti plötunni óðar upp á „þjónvarpinu“ og þar var hún að sjálfsögðu. Það er svo gott sem enginn bassi í útvarpinu og streymisupplausnin alveg ábyggilega vafasöm. En þetta dugar. Ég þurfti einfaldlega að heyra AC/DC. Strax.
Enginn munur
Það er eitthvað kaldhæðið við það að ég sé að skrifa pistil um hágæða tónlistartól undir þessum… ja… einhverjir myndu segja ósköpum. Um þessar mundir hamast Neil Young nefnilega við að kynna nýjan stafrænan tónlistarspilara, Pono, sem ku endurvarpa tónlist í mun meiri gæðum en venjulegir mp3-spilarar gera. Margir hafa stigið fram og svarið og sárt við lagt að himnarnir opnist við þessa reynslu, þeir séu að heyra tónlist „í fyrsta skipti“. Enn fleiri hafa hins vegar stigið fram og sagt að það sé enginn greinanlegur munur á Pono og öðrum spilurum sem innihalda mp3-skrár með hárri upplausn. David Byrne kemur almennt inn á svona afspilunarmál í stórgóðri bók sinni How Music Works. Þar segir hann m.a.: „Hvað hljóðritaða tónlist varðar, þá virðumst við alltaf hafa valið þægindi fram yfir gæði.“ 33 1/3 snúninga platan hljómaði ekki alveg jafn vel og 45 snúninga plöturnar en a.m.k. þurftir þú ekki að standa upp og skipta um hlið á þriggja mínútna fresti! Byrne segir að fólk sé jafnan sátt við það sem sé „nógu gott“, svo lengi sem það heyri tónlistina sæmilega. Hann tekur símtöl sem dæmi, við spáum lítið í því hvernig hljóðgæðin eru, svo fremi að við heyrum í ástvinum okkar.
Afstæð hugtök
Young misreiknar sig, þó að tilgangurinn sé göfugur. Pono er fyrir jaðarmarkað sem þarf ekki bara að leggja út fyrir spilaranum heldur þarf að kaupa alla tónlistina upp á nýtt, í gegnum Pono-síðuna. Restin af hlustendum, nánast allir þ.e., er á þessu rófi sem Byrne lýsir. Eða hvernig nam ég t.d. tónlist á unglingsárum, þegar hún var að breyta lífi mínu, mynda hjá mér gæsahúð og kreista fram tár, bæði gleði og sorgar? Í gegnum ódýr útvörp og fermingargræjur, afdönkuð kassettutæki í bílum og af kolrispuðum plötum foreldranna. Í gegnum þessi tól liðu töfrarnir um. Og ekki bara að þetta hafi verið „nóg“; þegar maður minnist þessa tíma eða heyrir þessar gatslitnu plötur fær maður yl í hjartað. Byrne segir: „Hefði ég orðið gagnteknari ef ég hefði upplifað þetta í gegnum mestu gæði? Ég efast stórlega um það.“ Pono-byltingin verður öllum gleymd eftir nokkur misseri. Tónlistarupplifun er heldur aldrei á einn veg, sumir fá sitt „fix“ með því að hlusta á Chris Rea í gegnum Bang & Olufsen, aðrir með því að hlusta á Sonic Youth á gamla kassettutækinu sínu. Hugtakið „gæði“ er afstætt í þessu samhengi. Þegar útvarpsmanninum goðsagnakennda John Peel var ráðlagt að hlusta á geisladiska fremur en vínylplötur, þar sem það væri of mikið yfirborðshljóð („surface noise“) á vínylplötunum, svaraði hann skorinorður: „Listen mate. Life has surface noise.“
One Response to Pono-spilarinn: Hljóði bundið himnaríki eða klæðalaus keisari?
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Flott grein!