RIP Charlie Watts
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. ágúst, 2021.
„Charlie er góður í kvöld“
Charlie Watts, trymbill Rolling Stones í meira en hálfa öld, lést í vikunni, áttatíu ára að aldri. „Það var hann sem gerði þetta allt saman mögulegt,“ sagði Keith Richards eitt sinn.
Charlie er góður í kvöld,“ segir auðheyranlega sáttur Mick Jagger við salinn árið 1969, rétt áður en hljómsveitin hans, The Rolling Stones, leggur í „Honky Tonk Women“. Þessi sjálfskipaða fremsta rokksveit allra tíma var ekki alveg komin á þann stað á þessum tíma, en þokaðist í áttina að því giska hratt. Ofsalega þétt orðin og grúvið orðið allsvakalegt verður að segjast. Þetta komment Jaggers er á tónleikaplötunni Get Yer Ya-Ya’s Out! (1970) og lög eins og „Midnight Rambler“ og „Live with Me“ færa heim sanninn um þessa ánægjulegu þróun. Frábærir gítarar, þéttur bassi, stórkostlegur forsöngvari og síðast en ekki síst öruggur og taktfastur trymbill að nafni Charlie Watts sem heldur öllu saman. Þetta hrynhjarta sveitarinnar kvaddi þessa jarðvist í upphafi vikunnar og syrgði rokkheimur allur. Þarna hafði hann lamið húðirnar í rétt um sex ár en átti eftir að gera það í rúm fimmtíu ár í viðbót!
Watts var ólíkur restinni af hljómsveitinni. Helst að Bill Wyman bassaleikari hafi deilt með honum fálætinu og þessari tilfinnanlegu fjarlægð við allt húllumhæið sem fylgir rokklíferni. Svalur, dulúðugur. Það var í raun eins og hann hefði villst inn í bandið. Þessi enski séntilmaður (kvæntur sömu konunni allar götur síðan 1964) hefði verið meira sannfærandi sem hljómsveitarstjórinn í fjórða áratugar djassbandi en sem taktvélin í einni villtustu rokksveit allra tíma. Og í djassi byrjaði reyndar tónlistaráhuginn, nokkuð sem hann átti eftir að nýta sér þegar Stones hófu að endurskrifa reglubók rokksins.
Keith Richards leist reyndar ekkert á Watts þegar hann var nýbyrjaður með sveitinni, fannst gaurinn „frábær“ eins og hann skrifaði í dagbókina sína árið 1963 en hann gæti ekkert rokkað, bara svingað. Og Watts hafði reyndar ekki hugmynd um hvað rokk var þegar hann féllst á að taka að sér kjuðana í Stones. En hann var snöggur að læra og varð fljótlega ómissandi. Og margslungnari en margur heldur, hann var t.d. alla tíð rækilega innviklaður í sviðs- og ímyndarhönnun Stones og nýtti sér þar nám sitt í grafískri hönnun.
Watts lést á sjúkrahúsi, umkringdur ástvinum. Í upphafi ágúst var tilkynnt að hann þyrfti að sleppa túr með Stones þar sem hann væri að jafna sig eftir aðgerð. Watts, Englendingurinn sem hann var, stóðst auðvitað ekki mátið og laumaði inn skraufþurri skrítlu: „Í fyrsta skipti á ævinni er ég ekki alveg í takti.“
Allir helstu rokktónlistarmenn heims hafa nú vottað Watts virðingu sína og Paul McCartney hlóð t.d. í myndband. Roger Taylor, trommari Duran Duran, kjarnar þetta vel þegar hann segir: „Þegar við heyrðum Charlie spila þá skildum við að það þarf aldrei að vera með flugeldasýningar. Allt snerist um grúvið, að þjónusta bandið og lagasmíðarnar að sjálfsögðu.“
Það er ótrúlega flott sena í aukaefni sem fylgir heimildarmyndinni Stones in Exile , sem fjallar um upptökurnar á því meistaraverki, ekki bara besta plata Stones heldur ein besta rokkplata allra tíma. Jagger og Watts eru mættir í Stargroves- setrið sem Jagger átti eitt sinn og í Olympic-hljóðverið í London og rifja upp gamla tíma. Þeir félagar virðast eiga gott, hreint-og-beint samband, samanbræddir í raun eftir áratuga volk í bransanum. En ólíkir eins og dagur og nótt. Jagger æðir um allt, spenntur, og lætur gamminn geisa. Watts gengur rólegur í humátt á eftir þessum vini sínum, kinkar góðlátlega kolli, og leiðréttir hann kurteislega þegar þarf. Og einu sinni horfir hann til okkar með hálfbrosi þegar Jagger sér ekki til og ranghvolfir augunum. Beittur, kaldhæðinn og dásamlega yfir allan vitleysisganginn hafinn. Ræðan er silfur, þögnin er gull. Takturinn er allt.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012