Kornungur Robin (til hægri) með bræðrum sínum, þeim Maurice og Barry.

 

Jæja, fólk fellur frá í unnvörpum um þessar mundir. Krabbinn er skæður, rændi okkur Donnu Summer fyrir nokkrum dögum síðan og nú er það Robin Gibb, einn Bee Gees bræðra. Fréttin datt inn á helstu fréttaveitur núna um miðnættið. Diskóið hefur þurft að þola erfiða tolla.

Barátta Gibb hefur staðið um allnokkra hríð og hefur farið fram fyrir opnum tjöldum að heita má. Nú stendur Barry einn eftir af þeim Gibb bræðrum en hann er jafnframt sá elsti. Tvíburarnir Maurice og Robin farnir, en Maurice lést úr einhvers konar iðraveiki árið 2003. Yngsti bróðirinn, Andy, lést aðeins þrítugur árið 1988 úr hjartveiki.

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Bee Gees í poppsögunni, diskórisar en þar á undan stórmerkileg poppsveit sem fléttaði saman söngvaskáldatilþrifum, þjóðlagatónlist og nettri sýru. Þessi þáttur í sögu sveitarinnar vill oft gleymast.

Ég man líka eftir sólólagi sem hann sendi frá sér á níunda áratugnum, þar sem hann söng ekki „eins og kona“. Það þótti merkilegt…

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: