Já, þetta er ótrúlegt. Skrifað um á arnareggert.is að skrifað hafi verið um arnareggert.is í Fréttablaðinu. Þetta er ný- og sjálfsmiðlun par excellence, jafnvel einhvers konar hringmiðlun!? En að gríni slepptu, gaman að þessi víðlesni miðill smelli auðmjúkri vefsíðu minni á bakið hjá sér og veki þar með athygli landsmanna á því sem verið að gera hér.

Hvet ykkur öll, hversu djúpt svosem þið kunnið að vera sokkin í dásamlegt hyldýpi tónlistarinnar, að kíkja við sem oftast og leggja ykkar af mörkum í umræðum sem skapast í hinu svokallaða kommentakerfi. Slík kerfi eru í raun réttu nokkurs konar lífæð svona síðna, vettvangur sem er að verða æ mikilvægari eftir því sem þetta blessaða internet þróast.

Amen.

PS. Á myndinni má sjá vefsíðustjórann, kampakátann með athyglina. Myndasmiður er Ísold Thoroddsen, 7 ára.

Tagged with: