Rýnt í: Drake og Ed Sheeran
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. apríl, 2017
Plötur sem ekki eru til
Vinsælustu tónlistarmenn heims í dag, Ed Sheeran og Drake, plægja ólíka akra. Báðir um margt ólíklegar ofurstjörnur en sú er nú samt raunin.
Þessi pistill óx í hausnum á meðan ég fletti, aldrei þessu vant, í gegnum heitustu hundrað lögin samkvæmt Billboard-vinsældalistanum bandaríska. Þetta geri ég aldrei og hef ávallt verið fremur áhugalítill um hvernig lög raðast upp á svona listum (utan kannski þegar maður var að hringja inn Duran Duran-lög á sokkabandsárum Rásar 2). En þarna blasti sem sagt við að af 100 lögum átti kanadíski rapparinn Drake ein 22. Og án þess að rannsaka það til hlítar geri ég ráð fyrir að þau hafi öll komið af nýjasta verki hans, plötunni More Life, sem einmitt inniheldur sama fjölda laga og er búin að vera í eyrunum að undanförnu. Og já, nú man ég, það voru pælingar í raunverulegum vinsældum Drake sem ráku mig í þessa listaskoðun.
Heilmiklar breytingar eru nefnilega að eiga sér stað um þessar mundir hvað tónlistariðnaðinn varðar sem fá almenning, en einnig þá sem eru sjóaðri í fræðunum, til að klóra sér í hausnum. More Life og lög af henni eru úti um allt en platan er samt „ekki til“ í eiginlegum skilningi. Eins og algengt er orðið er bara um stafrænt verk að ræða sem hægt er að hala niður eða streyma (efnislegt eintak, í einhverju upplagi, ku þó á leiðinni). More Life sló öll streymismet daginn sem hún kom út en það er meira. Þetta er heldur ekki „plata“ heldur spilunarlisti eða „playlist“ að sögn listamannsins og nafnið hans er ekki framan á umslaginu – sem er heldur ekki til í efnislegum skilningi?! Það sem er þó furðulegast er hvað þetta er furðuleg plata. Hipp-hopp og r og b, já, en líka stáltrommutaktar, „dancehall“, græm og trapp. Taktar eru hvassir og frumstæðir (eins og þeir séu spilaðir á ónýtt Casio-hljómborð frá 1983) og eitt lagið er borið uppi af blokkflautu! Tímarnir eru breyttir.
Streymismet Drake sló streymismet annars listamanns sem er yfir og allt um kring og sýnu meira áberandi en kanadíski tilfinningarapparinn. Hér er ég að tala um Ed Sheeran, pattaralegu ensku ofurstjörnuna sem lítur út eins og aukaleikari í Hobbit og er með ljótasta bringuhúðflúr sem ég hef séð. Það er margt sem á ekki að virka hvað þennan dreng varðar, þó að vissulega séum við með prýðileg dæmi úr sögunni um vinsæla tónlistarmenn sem passa ekki beint í kassann (Elton John). Sheeran er yfirmáta vingjarnlegur og sjarmerandi gaur, já, hann nær alveg til mín þannig þó að tónlistin sé þannig að Coldplay hljóma eins og The Fall í samanburðinum. Ég er steinhissa að jafn framsækin tónlist og Drake er að garfa í nái eyrum fjöldans og að sama skapi er ég líka – eins og oft áður – steinhissa yfir því að jafn flöt og innihaldsrýr tónlist og Ed Sheeran dælir yfir okkur nái svona langt.
Til að draga þetta saman: Drake er að vinna með eitthvað spennandi og ferskt og er í forvígi rappyfirtökunnar sem við höfum verið að fylgjast með undanfarin misseri. Sheeran virðist á sama tíma vinna sína tónlist með þrautreyndum vinsælda-algóriþmum, eitthvað sem virkar að fullu en er á sama tíma gjörsamlega líf- og sálarlaust.
Rokkið er dautt.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012