Rýnt í: Get Back Peter Jacksons
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. desember, 2021.
Úr innsta hring
Heimildarmynd Peters Jacksons um Bítlana, Get Back, skiptist í þrjá ægilanga þætti en það stoppar ekki aðdáendur um allan heim í áhorfinu. Hér verður rýnt í þessa merkilegu kvikmyndagerð.
Þættir Peters Jacksons byggjast á efni sem var tekið upp árið 1969 undir leikstjórn Michaels Lindsay-Hogg. Það var svo sett í 80 mínútna kvikmynd sem kom út árið 1970 undir heitinu Let it Be, líkt og platan. Fylgst var með Bítlunum þar sem þeir tóku upp efni í kvikmyndaverinu Twickenham og í eigin hljóðveri í höfuðstöðvum Apple í Savile Row. Yfir 60 tímar af efni rötuðu inn á spólur enda lagt upp með „fluga á vegg“-nálgun og fullt af upptökuvélum rúllandi. Þættir Jacksons, tæplega átta tímar að lengd, voru svo frumsýndir um síðustu helgi og umræða um þessa dáðustu rokksveit allra tíma búin að vera mikil síðan.
Og ekki að undra. Ég er mikill aðdáandi sveitarinnar (segi stundum í kerskni að öll önnur tónlist sé neðanmálsgrein samanborið við afrek hennar) og þættirnir því mikil veisla fyrir mann sem hefur eytt endalausum tíma í að hlusta á, spá og spekúlera í þessu fyrirbæri.
Myndin er frábærlega römmuð inn, með viðeigandi skýringartextum eftir því sem fléttunni vindur fram. Já, ég segi flétta því að fyrsti þátturinn er jafn spennandi og kaldastríðsnjósnahasar! En það er lengdin sem gerir myndina, það er lausnin, það er snilldin. Á köflum finnst manni eins og Bítlarnir séu hreinlega að hanga með manni í stofunni, fitlandi við gítara, spjallandi um ómerkilega hluti og hellandi upp á te. Þessi nálgun Jacksons gerir það að verkum að rörsýnin dettur út, þú færð ekki ákveðið sjónarhorn vegna knapprar tímalengdar heldur færð þú að horfa yfir allt sviðið, sjá allt, og marinera þig í stemningu og samskiptum manna á milli. Þetta er eins og myndir Tarkovsky eða Béla Tarr, þar sem hlutir fá að tikka áfram í rauntíma lengi lengi, margar mínútur þar sem fólk fylgist með beljum á vappi t.d. Það sem ég sá í mynd Jacksons er búið að storka ýmsu sem ég hélt um samband fjórmenninganna, einfaldlega af því að ég gat fylgst með þeim „á vappi“.
McCartney er svo gott sem stjórnlaus í upphafi í stjórnsemi sinni. Hann er að reyna að keyra mál áfram, fá félaga sína með og sýnir öll þessi sígildu einkenni skelkaðs meðvirkils. Hann er blíður, hann sleikir upp, hann skammar og er stífur – allt til að koma sínu í gegn. Ringo er hinn rólegasti, hér og alla myndina, og mér er nú orðið það ljóst að hann var mikilvægasti meðlimurinn. Sá eini sem öllum lynti við þar sem hann situr þarna við trommusettið eins og zen-bangsi. Lennon er bæði afskiptalaus og værukær, nánast eins og honum sé sama (og jafnvel eins og hann viti að þetta sé hvort sem er búið). Harrison verður harkalega fyrir barðinu á „stóra bróður“ sínum McCartney sem endar með því að hann rýkur á dyr (eins vel og hinn stóíski Harrison getur rokið á dyr).
Harrison fellst síðan á að ganga aftur í sveitina nokkrum dögum síðar eftir tvo sáttafundi og við taka merkileg myndskeið. McCartney er passasamur, Ringo eins, Harrison glaðari og Lennon kominn í fítonsstuð. Og maður sér að það eru tvö en ansi ólík sjarmatröll í sveitinni. Hinn vinnusami McCartney á auðvelt með að draga fólk inn í sporbauginn sinn og tónlistin bókstaflega flæðir úr honum. Lennon er mislyndari, með hættulegri sjarma, og virðist geta fyllt upp í herbergið ef honum sýnist svo. En nú sjáum við dálítið sem er ekki í neinni sögubók. Bítlarnir eru í stuði, þeim líður vel og lögin eru að koma. Lennon er hjálpsamur, skilningsríkur og leggur sig fram. Allir leggja sig fram; hlusta, pæla og spjalla. Peter Jackson sagði að þessa hlið á Lennon hefði hann aldrei séð og vissi ekki yfirhöfuð að hann hefði átt þetta í sér á þessum tíma.
Allt í einu er það ljóst að sagan gefur okkur aldrei nema sjónarhorn, vinkla á það sem raunverulega á sér stað. Með þessari lengdarbrellu sinni er Jackson búinn að kollvarpa vissum hluta Bítlabókmenntanna og ekki amalegur árangur það.
Ég gæti skrifað endalaust um þessar væringar þarna; gleðina, ástina og samheldnina og líka pirringinn og brestina. En nú er plássið búið (fýlukall).
Gárungar eru farnir að tala um að mögulega komi út aukaefni þar sem myndirnar verða enn lengri. Já takk, segir þessi pistilhöfundur! Eða enn betra, gefið okkur bara alla þessa 60 tíma sem til eru. Ég fæ aldrei nóg af þessum meisturum og er síst einn um það.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012