Rýnt í: Hlökk
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. janúar, 2020.
„Roða slær á ránardætur“
Hulduljóð er ný framsækin plata eftir tónlistarhópinn Hlökk en hún var hiklaust með merkilegri útgáfum síðasta tónlistarárs.
Á meðan listi Rolling Stone yfir 100 bestu trommuleikara allra tíma er eingöngu skipaður karlmönnum (eða svo gott sem) neyðumst við til að rýna í það óréttlæti sem óneitanlega blasir við okkur. Kvenmenn eru aðeins farnir að kíkja inn á þessa lista en er það vegna þess að þær urðu skyndilega „betri“ eða er fólk (les: karlmenn) að einhverju leyti farið að stíga frá og skoða þessa hluti upp á nýtt? Í öllu falli er skýrt að möguleikar kvenna til að ná fram sjálfsögðum árangri innan tónlistargeirans eru samfélagslega skilyrtir og skilgreindir. Þeim í óhag. Svo hefur verið um aldir sem þýðir að því miður mun taka langan tíma að vinda ofan af ruglinu.
Eitt af tólunum sem hægt er að brúka er einfaldlega að veita þessum hlutum athygli, setja þá í ljós með því að tala um þá, hvort heldur með pælingum eins og ég birti hér í innganginum eða þá með „hefðbundinni“ umfjöllun eins og þeirri sem hér fer. Hunsun er öflugt kúgunartæki en viðurkenning á að hlutir séu yfirhöfuð til færir mál strax í eðlilegri farveg.
Þegar maður horfir yfir sviðið hér á landi eru glettilega margir listamenn sem auka manni bjartsýni. Íslenskar konur eru í fremstu víglínu þegar kemur að tilraunakenndu poppi/rokki (Björk, Gyða og Kristín Anna Valtýsdætur), klassík/nútímatónlist (Anna S. Þorvaldsdóttir, Umbra), tilraunakenndu rappi (Reykjavíkurdætur, Countess Malaise), kvikmyndatónlist (Hildur Guðnadóttir) og svo má lengi telja. Það er þá eins og ýmis uppgjör og listar séu farnir að jafnast meira út. Þannig skipuðu konur meirihluta nýlegs Kraumslista og fjöldi þeirra í Músíktilraunum verður sífellt meiri.
Umfjöllunarefnið hér, hljómsveitin Hlökk, er gott dæmi um þessa gerjun og hlaut plata hennar Hulduljóð sjálf Kraumsverðlaunin síðasta desember. Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir skipa sveitina sem var stofnuð árið 2015. Pistilritari nýtti sér nútímatækni til að afla almennilegra upplýsinga og sló á þráðinn til sveitarinnar, í gegnum fésbókarsetur hennar. Ragnheiður svaraði erindinu og tók svo að sér að stefna hinum tveimur meðlimunum saman í spjall sem fór fram netleiðis, heimshluta á milli. Spurðar um tildrög sveitarinnar segjast þær hafa verið að læra saman í Listaháskólanum og Hlökk hafi verið leið til þess að slappa af og hafa gaman af sköpuninni. „Við tókum allar að okkur hlutverk sem tengdust ekki aðalnámsgreininni okkar (Ragnheiður og Ingibjörg lærðu tónsmíðar, en í Hlökk söng Ragnheiður og Ingibjörg spilaði á píanó. Lilja var að læra á píanó en spilaði í Hlökk á fiðlu). Til að byrja með vorum við að nýta okkur íslensk þjóðlög, en með tímanum varð hljóðheimurinn tilraunakenndari.“
Hlökk hefur einmitt verið að þróast upp í listahóp sem vinnur þvert á miðla; tónlist, hið ritaða orð, sjónlist o.s.frv., þar sem þær skoða „hvernig hægt er að miðla tónlist á breiðari máta“.
Hulduhljóð , sem kom út á vegum Smekkleysu á síðasta ári, varð til sumarið 2017. Ingibjörg samdi það upphaflega fyrir Lilju Maríu og sjálfa sig til flutnings á hátíðinni Sælugaukur í Skálholti. „Ákveðið var að gefa verkið út á plötu og þannig þróaðist það eins og það er í dag,“ segja þær. „Við bættust ljóð Ragnheiðar og til varð myndræn plata sem byggðist á ljósum Huldu, sem er hljóð- og ljósskúlptúr Lilju Maríu. Einnig lékum við okkur með að taka upp spuna og hljóð ofan á upprunalega verkið.“ Spjallið leiðist á endanum út í vangaveltur höfundar í upphafi. Er hann að fara fram úr sér þar? Of rómantískur? Eða er eitthvað að gerast?
„Já, við höldum að þetta sé að gerast hægt og rólega,“ svara þær. „Eins og hlutir séu að þokast í réttmætari áttir. Því fleiri fyrirmyndir sem eru sýnilegar, því auðveldara er fyrir stelpur að sjá að þetta sé möguleiki fyrir þær.“
Hulduljóð verður flutt sem tónleikainnsetning á Myrkum músíkdögum. Platan verður leikin í heild sinni nokkrum sinnum ásamt fimm tónlistarmönnum og tveimur dönsurum sem spinna ofan á plötuna.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012