Þó að sveitin kallist Horrible Youth þá er æskublóminn ekki beint yfir vötnum, þ.e.a.s. ef við myndum mæla aldur meðlima í lífárum. Nei, en í staðinn fáum við dýpt og einhvern MASSA sem er tilkominn einvörðungu vegna reynslu meðlima, sem hafa þvælst um í rokki frá örófi. Plata sveitarinnar, Wounds Bleed (kom út á hinu kanadíska Artoffact, sem gefur líka út Kæluna miklu og Legend) er drullug, hrá, skökk og skæld og eiginlega bara yndisleg.

Svona eins og Killing Joke og Birthday Party hefðu átt barn saman. Gítarinn (gítarar) er skrumskældur og liggur yfir og undir öllu. Hamslaus einhvern veginn. Bassinn fer á Jesus Lizard brokk á köflum og söngurinn er svona vel heppnað heimsendaóp mætti segja. Fíla hvað þetta er rifið og svona „rakvélablöð í raddböndunum“ áhrif. Grimm keyrsla út í gegn og heildarflæðið er gott. Einhver svona ‘unhinged’ geðveiki sem gefur þessu aðlaðandi blæ.

Hvað get ég sagt. Ég elska ROKK!!!

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: