Rýnt í: Inki
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 29. maí, 2021.
Þetta er nú meira ástandið…
Quite the situation er marglaga verk eftir Inki, Ingibjörgu Friðriksdóttur, þar sem m.a. ástandsárin á Íslandi eru tekin fyrir í gegnum plötu, bók og innsetningu.
Þó að titillinn vísi vissulega í fyrrgreind ástandsár (ca. 1940-1945), heiti sem haft er yfir þau áhrif sem íslenskir karlmenn töldu að herseta Breta og Bandaríkjamanna á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni hefðu haft á íslenskt kvenfólk, er verkið ekki svo þröngt skilgreint að sögn höfundar. „Verkið fjallar þó ekki um „ástandið“,“ segir hún mér í tölvupósti. „Fremur er það samtal um samtímann með tungumáli fortíðarinnar þar sem hið viðvarandi ástand snýst ekki um ástarlíf kvenna heldur orðin sem við notum um þær. Efniviður verksins er þannig setningar teknar úr greinaskrifum Íslendinga frá árunum 1940 til 1945 sem undirstrika sýn samfélagsins á „ástandið“. Úr greinaskrifunum bjó ég til setningasafn sem ég nýtti við gerð bókverksins, í tónsmíðunum og vídeóverkunum sem fylgja innsetningunni.“
Verkefnið er þrískipt eins og áður segir og virðir illa mörk og mæri hefðbundinna listgeira. Innsetning var á Listahátíð í Reykjavík í fyrra en bæði plötuumslagið og bókverkið innihalda einnig sýndarveruleika sem hægt er að nálgast með snjallsímum. Bókin er einnig með NFC-örflögu sem vísar inn á Spotify-reikning Inki.
Verkið er því rammpólitískt, sannarlega, og í formlegri fréttatilkynningu segir að verkið eigi að tala beint inn í jafnréttisumræðuna. Tónsmíðaferlið og upptökurnar hófust t.a.m. í gamalli herstöð í Bandaríkjunum og á plötunni leika átta tónlistarkonur, en Inki sá sjálf um upptökur og hljóðblöndun með aðstoð Kjartans Kjartanssonar. Hljóðfæraleikarar voru þær Honor Monaco, Kristina Dutton og Sigrún Harðardóttir (fiðla), Marissa Deitz og Þórdís Gerður Jónsdóttir (selló), Hafdís Bjarnadóttir (gítar), Ingibjörg Elsa Turchi (bassi) og svo Inki sjálf (rafhljóð). Ingibjörg er með MA-gráðu frá hinum virta Mills-skóla í Oakland þar sem hin framsækna miðstöð samtímatónlistar er til húsa og hefur tónlist hennar verið flutt um veröld víða.
Platan er án söngs en lagatitlar vísa manni á hvað er undir. „A rootless litle girl“, „Just great to have these devils here“ og „Branded a whore“ segja sitt. Platan opnar með titillaginu, „Quite the situation“, sem er strengjum bundin samtímaklassík og nokk kvikmyndatónlistarleg. Kallar fram fólk eins og t.d. Atla Örvarsson sem sigldi um svipuð mið á nýjustu sólólplötu sinni. Dramatískt og fallegt. Á milli heilla verka eru stemmur sem brúa mann yfir. „Relationships with foreign strangers“ færir mann þannig yfir í „A rootless little girl“ sem er einslags eyðimerkur-„Americana“ og ekki að undra enda landslag það skammt frá lærdómssetri Ingibjargar. Einnig má draga þá ályktun að þessi Ameríkukeimur sé til að merkja umfjöllunarefnið. Smá Ry Cooder í gangi líka. „Sex in a car“ er meira afstrakt, skrítnara og já, spennuþrungnara eðlilega. Það er blámi yfir „Branded a whore“ en þegar fram í sækir fer að bera á einhvers konar von. Lokalagið, „Who wouldn‘t desire her“, er knýjandi, kallast að einhverju leyti á við upphafið, hvar strengir mynda ómstríða og átakamikla stemningu.
Flæðið er giska gott út í gegn sem er dálítið merkilegt sé litið til þess að hver og einn hljóðfæraleikari var hljóðritaður einn og sér. Svo vann Inki með framlag hvers og eins í klippiherberginu þar sem hún óf saman einn, heillegan þráð. Og það listavel!
Það er INNI Music (Atli Örvarsson og fleiri) sem gefur tónlistina út í efnislegu formi sem stafrænu og frekar má fræðast um Inki á www.inkimusic.com.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012