Rýnt í: Laufeyju
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. febrúar.
Upp, upp mín Laufey…
Grammy-verðlaunin sem Laufey fékk um síðustu helgi eru bara nýjasta varðan í ótrúlegri vegferð hennar til þessa. Hér rýnum við í ýmsa þætti sem stuðlað hafa að þessari miklu velgengni.
Mig rak í rogastans síðasta sunnudag þegar ég var á fremur tilgangslausu flakki um Google-heima. Sló inn „Grammy red carpet“ í þeirri von að sjá einhverja stjörnuna svífa um á dreglinum rauða. Við mér blasti hins vegar Laufey með rafgítar í hönd, syngjandi. Fyrir fullum sal af helstu músíkáhrifavöldum heims. Stuttu síðar var hún komin upp á svið, takandi við styttu úr höndum Rufus Wainwright (og skömmu síðar tók hún í sellóið með Billy gamla Joel!). Held að þessi orð sem ég var að hripa niður rétt í þessu séu bara ansi lýsandi fyrir það himnaflug sem Laufey „okkar“ er á um þessar mundir. Og alltaf virðist hún geta farið hærra.
Ferill Laufeyjar er þegar orðinn gersamlega magnaður, eiginlega ótrúlegur. Mest spilaði Íslendingurinn á Spotify frá upphafi, tónleikar seljast upp, forsíður blaða o.s.frv. Algert ævintýri. Hún er klassískt menntuð, frá hinum virta Berklee hvorki meira né minna, og býr nú í Los Angeles, höfuðborg afþreyingariðnaðarins. Laufey og hennar fólk hafa þá gjörsamlega jafnhattað þá list að toga í spotta nútíma skemmti- og tónlistariðnaðar. Það er verið að byggja brýr, eldra fólk með smekk fyrir klassík og ungir, raftónlistarhneigðir TikTokkarar sammælast um sína konu. Það er herjað á sígilda miðla (hún stýrði útvarpsþætti fyrir BBC, hefur komið fram í víðfrægum spjallþáttum) og nýgilda (Beabadoobee-samstarfið á TikTok, Tinydesk sem er keyrt í gegnum Youtube). Og svo jólalag með Noruh Jones! Laufey er jafn eðlileg í síðkjól með sinfóníuhljómsveit eða flippandi á TikTok. Þetta er unga fólkið í dag kæru lesendur, ferðast á milli miðla – og kynslóða – eins og ekkert sé.
Ég sagði í sjónvarpsviðtali við RÚV daginn eftir Grammy-löndunina að við skyldum ekki gleyma því að árangur Laufeyjar er fyrst og fremst vegna tónlistarinnar. Það er ekki bara að hún sé geislandi af hæfileikum heldur er tónlistin í senn glúrin og góð. Ég hef lent í rimmum við fólk sem vill halda því fram að þetta sé of ófrumlegt og venjulegt allt saman, en hei! Milljónaspilanir og uppseldar tónlistarhallir vegna popptónlistar sem er meira og minna undirstungin af stríðsáradjassi? Ef þetta er ekki nýlunda og óvenjulegheit þá veit ég ekki hvað er það. Síðast þegar ég heyrði svona vel heppnaða „retró“-vinnu átti Amy heitin Winehouse í hlut. Ég man líka þegar ég heyrði Come Away With Me (2002) með áðurnefndri Noruh Jones á sínum tíma. Ótrúlega notaleg plata en aldrei ódýr. Laufey nær að negla svipaða tilfinningu í sinni tónlist. Ég heyrði fyrst í henni er ég kannaði sjö laga stuttskífuna Typical of Me (2021). Djassinn nam maður og þessa sérstæðu rödd sem er einhvern veginn handan tíma. Djass með nútíma poppblæ, falleg og djúp söngrödd, „róleg“, blíð og umlykjandi og hljómar eins og hún sé sveipuð reynslu mun eldri söngkonu. Hljómfallið í ætt við sönghetjur Laufeyjar; Ellu Fitzgerald, Billie Holiday og Chet Baker. Svipað er að segja um fyrstu breiðskífuna, Everything I Know About Love (2022). Áferðarfalleg og hugguleg plata, vel sungin og útsett. Eftirstríðsáradjass og það eina sem vantar á köflum er snarkið í 78 snúninga plötunni. Og svo er það nýjasta platan, Bewitched (2023), sem er ástæða Grammy-verðlaunanna. Öruggari og pottþéttari en síðustu verk, sum lögin böðuð upp úr þessum anda sem ég hef þegar nefnt en hreinu poppi bætt við í meiri mæli en áður. Walt Disney og Stan Getz kíkja líka í heimsókn og eru aufúsugestir.
Ég er þráfaldlega spurður, hvað svo? Ég veit það ekki, útiloka ekkert og allt er opið. Ég er svona að melta þessi undur núna, spá og spekúlera hvað það verði sem verði klifið næst. Dúett með Paul McCartney, útsetningar fyrir Elton John, lagaskrif fyrir Taylor Swift, flipp með Lönu Del Rey? Ekkert af þessu sem ég nefni er óhugsandi sé litið til ferðalagsins sem Laufey er á.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012