Rýnt í: Norræna þungarokkssýningu í Berlín
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. júlí, 2023.
Níðþunga norðrið
Yfirstandandi er sýningin Níðþunga norðrið eða Der Harte Norden í Felleshus, húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Um metnaðarfulla yfirlitssýningu er að ræða hvar norrænt þunga- og öfgarokk kemur við sögu.
Ég og hin sænska Ika Johannesson, sýningarstjóri Níðþunga norðsins, eigum margt sameiginlegt. Erum fædd sama ár (1974), eigum tvær unglingsstelpur, störfum sem tónlistarblaðamenn og búum að svipaðri vegferð hvað „fílun“ á þungarokki varðar. Við áttum því auðvelt með að spjalla þegar við hittumst á Zoom-fundi til skrafs og ráðagerða en ég aðstoðaði hana lítið eitt við að koma sýningunni saman, þá sérstaklega með tilliti til Íslands. Tengingum var komið á, upplýsingar sendar áfram og skrafað og skeggrætt um alla anga íslenskrar þungarokksmenningar. Snældur, veggspjöld og plötuumslög voru undir og ég gaf henni Gone Postal bolinn minn þegar hún heimsótti mig í sumar og upp á vegg fór hann í Berlín (Sorrí strákar. Samt ekki).
Norrænt þungarokk er giska þekkt um veröld víða og nýtur, í ákveðnum skilningi, meginstraumsaðdáunar í dag þó að ræturnar séu kirfilega neðan moldu. Sýningin sjálf er byggð upp á framstillingum á plötuumslögum, tímaritum og alls kyns munum; armböndum og klæðnaði t.d. frá frægum aðilum og hljómsveitum. Sýningunni var þá ýtt úr vör með tónleikum, erindum og pallborði (sem var m.a. sótt af Árna Þorláki Guðnasyni, einum af stofnendum Norðanpaunks hátíðarinnar).
Af kjörgripum sem sýninguna prýða má nefna frumeintak af fyrstu plötu Bathory, einnar áhrifamestu öfgarokkssveitar allra tíma, rúnastein sem Amon Amarth nota á tónleikum sínum, bakgrunnsskreytingu Sólstafa frá fyrstu árum hennar, naglaarmbönd frá Gaahl, fyrrum söngvara Gorgoroth og tilkomumikið safn af sjaldgæfum „demó“-snældum sem lánaðar voru af alls kyns aðdáendum – meðal annars íslenskum.
Það var reynsluríkt að fá að vera á kantinum við þá vinnu sem fór í þetta. Messenger-forritið var notað grimmt á lokametrunum og pælingar um Drýsil, Sororicide og sérstaklega Flames of Hell urðu dáyndis djúpar en síðastnefnda sveitin er endalaus uppspretta fyrir þungarokksfræðinga um heim allan.
Sérstök sýning, helguð þungarokki, kemur mér ekki á óvart. Almenn þróun í dægurtónlistarfræðum er einfaldlega svona, rannsóknir sækja í ríkari mæli inn á áður ókönnuð svið og jaðarbundnir hlutir færast nær miðjunni áherslulega séð. Fyrir nokkrum árum stofnuðu þungarokksfræðingar t.a.m. með sér ritrýnt tímarit, Metal Music Studies, og í bígerð er þá enn stærri sýning í París af svipuðum meiði, hönnuð af fræðimanninum Corentin Charbonnier sem sótti Ísland heim fyrir ári og hélt fyrirlestra í HÍ og HA.
Svo ég bregði upp félagsfræðihattinum mínum góða segja rannsóknir á þungarokki – og sýning eins og þessi – mikið um það hvernig unglingamenning, sem er alltaf og eðlilega í andstöðu við ríkjandi gildi og viðhorf, kemur á breytingum, styrkir sjálfsmyndir og hleður upp samfélagi sem heldur utan um meðlimi þess og hjálpar þeim að ferðast um snarruglaðan heim. Senan sem er mikið til undir á sýningunni er merkileg, þ.e. myndun annarrar bylgju norska svartmálmsins upp úr 1990. Tónlist sú var andstaða við regluglatt og niðurdrepandi samfélag, trúarboðun o.fl. og þar fór allt úr böndunum á tíma sem orsakaði kirkjubruna, morð o.fl.
Alla jafna, og þetta er mikilvægt, er það þó ástríða fyrir tónlistinni sem er náttúrulega límið og orkan og einlægnin sem er að finna í handskrifuðum bréfum, handlímdum tímaritum og handljósrituðum snældum undirstingur það glæsilega. Tónlist skiptir máli, tónlist hefur áhrif á okkur og hún leiðir okkur um lífsins veg hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eður ei. Þessi grjótharða en um leið gullfallega sýning í Felleshúsi færir okkur heim sanninn um þetta allt saman með áhrifaríkum hætti.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012