Rýnt í: Plötubúðir í Stokkhólmi
Tveir „vinir“ Höfundur ásamt eiganda plötuverslunarinnar Got to Hurry Records í Stokkhólmi.
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. maí, 2018
Stokkhólmsheilkennið
Pistilritari sótti Stokkhólm heim um síðustu helgi og brá sér að sjálfsögðu í nokkrar plötubúðir. Þær voru „sænskar“ mjög, eins og við mátti búast.
Stokkhólmur er vel settur hvað plötubúðir varðar og endurreisn vínylsins sem afspilunarforms og kjörgrips sem kætir safnarann hefur gert að verkum að rekstrargrundvöllur búðanna er að styrkjast. Bæði eru eldri og ráðsettari búðir farnar að sjá til sólar eftir mögur ár og einnig njóta spánnýjar verslanir af sama tagi þess að eftirspurnin er stöðug nú um stundir og útgáfa eykst með hverju árinu.
Svipaða þróun hefur maður séð í Reykjavík, en við erum ágætlega sett hvað svona búðir varðar miðað við stærð borgarinnar. Merkilegt, að nú er geisladiskurinn úti í horni á meðan vínyllinn tekur upp allt sparipláss, en þessu var öfugt farið fyrir kvartöld eða svo. Búðirnar í Stokkhólmi eru nokkrir tugir, og eru af alls kyns meiði, en þrjár þeirra sótti ég heim sérstaklega. Ég var búinn að fá leiðarvísi frá íslenskum tónbróður í Stokkhólmi en fyrstu búðina rambaði ég þó óforvarandis inn í, gekk fram á skilti sem á stóð „Got to Hurry Records“. Ég einfaldlega hlýddi þessu og flýtti mér inn í hliðargötu í gamla bænum þar sem búðin lúrði.
Í ljós kom að um sérvörubúð var að ræða en undir voru plötur að langmestu leyti frá sjöunda og áttunda áratugnum. Allar þær sveitir sem fóru mikinn í þá tíð, frá Love, til Pink Floyd, Kinks, ELP, Bítla, Doors o.s.frv., hafa notið veglegra vínylendurútgáfna á síðustu árum og allt blasti þetta þarna við. Eigandinn, frumeintakið sem hann var, vinalegur mjög og fyrr en varði vorum við komnir á bólakaf í narðaspjall. Hann reif m.a. upp forláta eintak af Icecross-plötunni goðsagnakenndu og Trúbrot og Svanfríði bar á góma.
Næst var það þungarokksbúðin Sound Pollution, glæsileg verslun þar sem þungarokk af öllum stærðum og gerðum var á boðstólum. Afgreiðslumaðurinn, með sítt skegg og hár, þekkti Kötlu, Sólstafi og hina færeysku Hamferð og það var gaman að spjalla við hann. Vínyláhugamenn þekkja þetta, það er eins og maður sé kominn „heim“ þegar maður fer inn í svona búðir. Maður er heill, einhvern veginn. Síðasta búðin sem ég heiðraði með nærveru minni var Pet Sounds, hefðbundin „hipstera“-búð sem maður finnur í flestum stórborgum. Starfsmennirnir á sextugsaldri og í „Jazz Festival“ bol, með grátt í vöngum, þykk gleraugu og í Converse-skóm. Og endurútgáfa af Crooked Rain, Crooked Rain með Pavement á fóninum.
Höfum það á hreinu að ýmislegt sem sagt er um Svía er hreina satt. Allar búðirnar sem ég heimsótti voru yfirmáta snyrtilegar, allt var „kassalaga“, allt á tæru. Þetta er blessun Svíanna og bölvun um leið. Eða eiga þungarokkarar að ilma?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012