Rýnt í: R6013
Rýmið er lítið en hjartað er stórt
Ægir Sindri Bjarnason hefur rekið tónleikarýmið R6013 á Ingólfsstræti í tvö ár. Tugir ef ekki hundruð sveita hafa komið fram.
Grasrót íslenskrar tónlistar, sem liggur eðli málsins samkvæmt undir öllum þeim stórsigrum sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi, þrífst eðlilega ekki án einhvers aðbúnaðar, að einhver hlúi að henni, leggi við hana rækt. Einhverjir þurfa innviðirnir að vera, þó að við gerum okkur ekki endilega grein fyrir því eða komum auga á þá. Við hlustum á lög, förum á tónleika og kaupum plötur en á bakvið slíkt er fólk sem klastrar upptökunum saman og opnar tónleikastaðina með lyklunum sem Bensi frændi skutlaði til þeirra eftir vinnu. Það er heilmikill erill í kringum senuna, þó hann blasi ekki jafn vel við og lagið sem þú ert með á heilanum.
Neðanjarðarrokkssenan á Íslandi í dag er við góða heilsu, eins og ég hef rakið í pistlum mínum endrum og eins. Útgáfur eins og post-dreifing og Why not? halda hjólunum gangandi og hátíðir eins og Norðanpaunk og Hátíðni smala saman hljómsveitum og senunni eins og hún leggur sig (þú þarft ekki endilega að vera í hljómsveit til að tilheyra senu). Athugið, að nú glími ég við lúxusvandamál, ég ætla ekki að fara út í öfgarokkið (svartþungarokk o.fl.) en það myndi þýða annan eins pistil og marga jafnvel. Nei, skoðum lauslega það sem mætti kalla pönkrokk í þetta sinnið, og hér ætla ég að fjalla um tónleikastað sem hefur heldur en ekki verið sterkt lím hvað viðgang þess varðar. Síðan í maí 2017 hefur Ægir Sindri Bjarnason (trommari í World Narcosis, LOGN, Dead Herring, Bagdad Brothers og fleiri böndum) rekið tónleikastaðinn R6013 í kjallara í Ingólfsstræti. Staðurinn er rekinn án gróðamarkmiða og fólk borgar aðgangseyri eftir kostum/vilja. Ægir sjálfur reiðir þá fram veganrétt þegar tónleikar eru, gestum að „kostnaðarlausu“. Meira er um óhefðbundnar aðferðir, t.d. er sviðspælingunni snúið við, í raun er ekkert svið sem aðskilur hljómsveit og áhorfendur, utan að það er pallur aftast hvar fólk getur staðið á til að sjá betur. Allir eru velkomnir, og ungviðið fær heyrnarhlífar að láni, þurfi þau þess. Maturinn er t.d. mikilvægur, Ægir sagði í viðtali við Grapevine fyrr á þessu ári að sameiginlegar máltíðir kæmu á tengslum í svona litlum rýmum og tengslin – sem slík – eru honum mikilvægur útgangspunktur.
Ég sótti tónleika í R6013 fyrir viku síðan og var hrifinn. Rýmið er lítið, en allt til alls samt. Pláss til að spila, salerni, gólfrými, pallur þar sem hægt er að standa á eða sitja, hljóðblöndunar/afgreiðsluborð og lager Why Not? útgáfunnar í hillum. Alvöru „Gerðu það sjálfur“ eða „Gerum það saman“ (DIY og DIT, sem er skammstöfun sem maður er farinn að sjá oftar).
D7Y, Dauðyflin, ROHT og Grafnár léku, öll sem eitt stórkostleg mulningspönkbönd. ROHT þeirra Júlíu Aradóttur og Þóris Georg Jónssonar er æðislegt band og plata þeirra frá síðasta ári meiriháttar. Það var virkilega gott að sjá Grafnár, sem ég þekkti ekki. Söngkona sem öskraði fallega úr sér lungu sem lifur og trommuleikur með afbrigðum góður. Negla. Tónleikarnir tóku þá stutt af, voru búnir fyrir níu, sem hentar fjölskyldumanni í Holtunum vel. Andinn var þó aðal, það var milt vorveður og bjart og á milli sveita sat fólk úti og spjallaði um heima og geima. Rómantísku taugarnar (sem eru þykkar í pistilritara) voru þandar allan tímann. Það var allt rétt við þetta.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012