Rýnt í: Saktmóðigur
Ljósmynd/Heiner Bach
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. ágúst, 2018
Himingeimur kallar Saktmóðig
Sunnanpönkararnir í hljómsveitinni Saktmóðigur hafa verið að í nærfellt þrjátíu ár og fagna því vel og innilega með breiðskífunni Lífið er lygi.
Ég sá Saktmóðig fyrst um 1990, 1991, skömmu eftir að sveitin var stofnuð. Já, ég er kominn á miðjan aldur! Sá sveitina m.a. nýta sér skrúfjárn til gítarspils á Músíktilraunum. Merkileg áhrifin sem Saktmóðigur og önnur sunnansveit, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, átti eftir að hafa á mína eigin sveit, Maunir. Fréttir um tilraunamennsku og ofsa sveita eins og Einstürzende Neubauten og Swans höfðu auðheyranlega borist víðar en bara til okkar Árbæinganna.
Saktmóðigur var og er á margan hátt einstök sveit. Þrátt fyrir að ég sé í smávegis glannaskap að klína áðurnefndum meisturum á hana voru áhrifavaldarnir mikið til bandarískar hávaðasveitir eins og NoMeansNo og annar neðanjarðarhávaði sem þá barst frá merkjum eins og Touch and Go og Amphetamine Reptile. Þetta tóku okkar menn og hrærðu saman við séríslenskan brag sinn. Fyrsta hljómsnældan, Legill (1992), bar þessu öllu fagurt vitni; surgandi og afskaplega hrá pönktónlist, ástríðufull með afbrigðum og allt í fimmta gír. Allan tímann. Sveitin nýtur enda hálfgerðrar költstöðu í dag, sem maður varð var við á samfélagsmiðlum þegar fréttir bárust af því að ný plata væri í smíðum. Aðdáendur komu úr hinum ýmsu hornum og lofuðu framtakið í hástert.
Eftir Legil gaf sveitin út tvær 10″ vínylplötur, Fegurðin, blómin og guðdómurinn (1993) og Byggir heimsveldi úr sníkjum (1996). Á þessum árum var það útgáfuform eðlilegt enn og hefur reyndar verið það alla tíð í neðanjarðarheimum. Tónleikahald og útgáfa hefur verið reglubundin, en sveitin hefur auk þessa gefið út þrjá geisladiska í fullri lengd, Ég á mér líf (1995), Plata (1998) og Guð hann myndi gráta (2011). Þriggja laga 7″ vínylplatan Demetra er dáin kom svo út árið 2013.
Vínylplata í 12″ formi, breiðskífu þ.e.a.s., átti sveitin þó alltaf eftir og í ár var gerð bragarbót á því. Lífið er lygi er níu laga verk og kemur út á þykkum, forláta vínyl. Umslagið er þá tvöfalt, opnanlegt („gatefold“) og er prýtt mynd af kindarhræi. Tónar umslagið eitthvað svo vel við inntak og eðli sveitarinnar. Groddalegt, sjokkerandi … og einhver séríslensk harðneskja, og já, eiginlega fegurð. Davíð Ólafsson gítarleikari lýsir ferlinu sem svo: „Platan fjallar að töluverðu leyti um það að vera á áliðnum fimmtugsaldri og horfa með glýju til liðins tíma. Okkur langaði að vanda okkur aðeins meira við upptökur og hljóðblöndun en áður, en um leið að halda hráleikanum. Við fengum gott fólk í samstarf og gáfum okkur aðeins meiri tíma í upptökur undir styrkri stjórn Aðalbjörns Tryggvasonar. Flex Árnason hljóðblandaði svo fyrir okkur og skilaði gríðargóðu verki. Við fengum síðan vin okkar Jakob Veigar til að hanna „gatefold“ umbúðir og innvols.“ Tónlistarlega er trukkað í kunnuglegum gír með stöku tilbrigðum. „Leiguliðar“ grúvar t.d. á fremur naumhyggjulegan hátt og „Ísland rotnar“ sömuleiðis, líkt og súrkálsrokkararnir í Can hafi fengið að gesta-upptökustýra.
Vínylbreiðskífan var þá eitthvað sem átti einfaldlega eftir að klára: „Af því að menn eru komnir á miðjan aldur var splæst í dýrari týpuna,“ segir Davíð og kímir.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012