Rýnt í: SiGRÚNU
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 29. september, 2018
Út í óvissuna
Onælan er fyrsta platan sem SiGRÚN gefur út í fullri lengd en fyrir liggja þrjár stuttskífur sem komu út 2016 og 2017.
Sigrún Jónsdóttir, eða SiGRÚN eins og listamannsnafnið er, kom fyrst fyrir augu mín og eyru sem einn meðlima Wonderbrass, kvenblásturssveitarinnar sem fylgdi Björk í tónleikaferðalag árið 2007. Sigrún lék þá á básúnu og í kjölfarið lék hún t.d. með Sigur Rós og Florence and the Machine. Þessi reynsla ýtti undir þörf fyrir að skapa upp á eigin spýtur, hún skrifaði verk í LHÍ sem flutt var við útskrift hennar og í framhaldinu ákvað hún að leggja í útgáfu. Tvær stuttskífur komu út 2016, Hringsjá og Tog, skemmtilega óhlutbundnar plötur. Á fyrri plötunni vissi maður vart hvað var handan við hornið í hverri og einni lagasmíð, stíllinn þægilega frjáls og óheftur. Á Tog er eins og aðeins meiri bygging fái að vera og glefsur úr list Bjarkar skjóta upp kolli. Þriðja platan, Smitari (2017), var þá líkari fyrstu plötunni, vel tilraunaglatt og ekki tomma gefin að því leytinu til. Onælan er hins vegar sjö laga og þar er eins og þræðinum sem var á Tog sé brugðið upp aftur. Onælan er á þann háttinn hennar aðgengilegasta verk, þó að seint fari þessi lög að hljóma í síðdegisútvarpi Bylgjunnar! Lögin eru mýkri og meira aðlaðandi, harkan og hornin sem einkenna stuttskífurnar fá hvíld. Sigrún syngur þá meira, gefur sig meira og er einhvern veginn meira í stafni en áður.
„Munurinn á Onælan og fyrri EP plötunum mínum er að Onælan er opnari og já aðgengilegri. Bæði í tónmáli og vegna þess að ég er meira að vinna með texta,“ sagði Sigrún pistilritara í stuttu spjalli. Ég greip tækifærið og bar undir hana ákveðna stemningu sem ég hef fundið fyrir í íslensku tónlistarlífi undanfarin misseri. Það að margar íslenskar konur séu að gera ótrúlega spennandi og tilraunakennda tónlist í dag, og svo ég nefni einhver nöfn, Bára Gríms, Kristín Þóra, Gyða, Kristín Anna, Alvia Islandia, Cyber. Sigrún segist sammála. „Það er ótrúlega mikið skemmtilegt að gerast akkúrat núna,“ segir hún. „Bæði er tónlistarumhverfið hérna frjósamt en af því að margar flottar konur hafa verið að gera spennandi hluti, opnar það dyr og hugmyndir fyrir yngri konum sem eru kannski að taka sín fyrstu skref. Það er svona „velkomin“ stemning sem er mikilvæg. Allir fá að læra með því að prufa sig áfram. Þetta er styrkjandi stemning einhvern veginn.“
Onælan fjallar kannski í grunninn um mýkt – og hina þversagnakenndu hugmynd að í mýkt felist styrkleiki. Að sögn Sigrúnar, á vefsíðu hennar, fjallar platan um vöxt, lærdóm og tilraunir með að komast handan feðraveldisins.
Og í viðtali við Lestina á Rás 1 sagði hún orðrétt: „Platan fjallar um það að vera nógu mjúkur og opinn til þess að geta haldið áfram að læra, læra um sjálfan sig og heiminn, og taka burt skjöldinn sem maður setur upp þegar maður að vandræðast með sjálfan sig.“
Nú hef ég það staðfest að næsta plata Jónasar Sig, Milda hjartað, er ekki í ósvipuðum pælingum. Nýjar kynslóðir og endurnýjuð viska? Nafn plötunnar er þá forn-ensk útgáfa af enska orðinu „anneal“ sem þýðir að hita málm svo hægt sé að beygja hann til og styrkja hann um leið. Umgjörðin um þessa plötu, kynningarmyndirnar og þess háttar, ýjar að því að Sigrún ætli að taka þetta úr fyrir landsteinana. Slíkar hugmyndir eru a.m.k. á borðinu. „Það eru engin strandhögg á erlendri grundu í höfn,“ segir hún. „En það er samt eitthvað sem ég er að vonast mikið eftir fyrir þetta efni og það sem á eftir kemur.“
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012