Sharon Van Etten: Sálusorg í myrkrinu
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 31. maí, 2014]
Frækið ferðalag
• Are We There er fjórða plata Sharon Van Etten
• Þjóðlagaskotnar, kaldhamraðar borgarvísur frá Brooklyn
Ég var sleginn þegar ég heyrði í Sharon Van Etten í fyrsta skipti. Sleginn, en ég var samt ekki hissa. Vegna þess að ég var búinn að sjá umslagið á plötunni sem hýsti tónlistina (svarthvít mynd af söngkonunni, hrá og nálæg, svipurinn fjarrænn og auðnulaus) og líka titilinn (Tramp. Titill sem rímar fullkomlega við umrætt umslag). Tónlistin á þessari þriðju plötu Van Etten (2012) er svo algerlega á þessum slóðum. Myrk, angistarfull en um leið falleg og hún dregur mann lengra inn eftir því sem á líður. Svona hefði Ian Curtis hljómað hefði hann verið ný-þjóðlagasöngkona gerandi út frá Brooklyn. Tramp er magnað verk og ekki furða að spenna hafi verið allnokkur fyrir nýjustu afurðinni sem út kom í þessum mánuði.
Þróun
Van Etten fæddist í New Jersey árið 1981 og er komin af tónelsku fólki, foreldrarnir áttu risavaxið vínylplötusafn sem hún og fjögur systkini hennar gátu sótt í að vild. Tónlistarhæfileikarnir komu snemma í ljós, hún söng af þrótti með kirkjukórnum og í menntaskóla kenndi hún sjálfri sér á gítar og fór jafnframt að semja lög. Hún fór svo einsömul til Tennesse og stundaði háskólanám í fimm ár, hélt áfram að spila og syngja en gerði ekkert opinberlega, fyrst og síðast vegna slæms sambands sem hún var í. Vængbrotin fór hún því aftur til Jersey, hreiðraði um sig í kjallara foreldranna og hóf að læra til vínþjóns. Tónlistin lagðist hins vegar aldrei af og dag einn átti hún örlagarík samskipti við Kyp Malone úr TV On The Radio. Hún þekkti hann sem bróður vinar síns og lét hann hafa brenndan disk með lögunum sínum. Malone hreifst af, fóstraði hana í framhaldinu og hvatti óspart til dáða.
Fyrsta „alvöru“ hljóðversplata Van Etten, Because I Was In Love, kom út árið 2009 á smámerkinu Language Of Stone (en um dreifingu sá Drag City). Það var Greg Weeks (úr hinni mikilhæfu ný-þjóðlagasveit Espers) sem vann með henni plötuna, sem er berstrípuð nokk. Næsta plata, epic (með litlu e-i), kom út ári síðar á ögn stærra merki, Ba Da Bing Records, en Van Etten vann þar um hríð. Hljómurinn var nú fyllri og flóknari, Van Etten styðst hér við hljómsveit og var nú tekinn að vinna með þjóðlagatóninn sem einkenndi frumburðinn á nokkuð framsækinn hátt. Áðurnefnd Tramp kom síðan út á Jagjaguwar (alltaf verða merkin „frægari“) og um upptökustjórn sá Aaron Dessner úr The National. Hljómurinn þróaðist enn, fram var kominn einkennishljómur og gagnrýnendur féllu velflestir kylliflatir.
Óvissa
Eins og sjá má (og heyra) er Van Etten lítið fyrir endurtekningar. Hver plata hefur borið með sér nýjar áherslur og eins er með Are We There. Annað lagið, „Taking Chances“, segir sitt um þann þáttinn. Og hjartað er enn á ermunum eins og sjá má í lagatitlum eins og „Your Love Is Killing Me“ og „I Love You But I‘m Lost“. Í þetta sinnið stýrði hún sjálf upptökum með fulltingi frá Stewart Lerman (St. Vincent/Regina Spektor) og segir hún titil verksins fela í sér vísbendingar, lögin séu um ákveðið glundur og óáreiðanleika sem marki líf hennar nú um stundir, hún viti ekki hvar hún sé né hvert á að fara. Á meðan hinar plöturnar þrjár hafi falið í sér endurlit sé nýja platan um það sem sé að gerast akkúrat núna. Textarnir feli ekki í sér hryggð eða eftirsjá, miklu fremur umrót og óvissu gagnvart því sem er handan við hornið.
Þar sem ég skrifa þetta ómar hið hádramatíska en aldrei tilgerðarlega „Your Love Is Killing Me“ undir. Mér svellur móður. Ég heyri í PJ Harvey, Anne Briggs, Patti Smith. Það er eitthvað hreint við hana Sharon Van Etten og það heillar. Ég myndi tékka á þessu ef ég væri þú.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012