Jamm og jú … einhvern veginn svona söng í hausnum á mér þegar ég frétti fyrst af því að Swans væri hugsanlega að koma til landsins. Það var svo staðfest í dag. Mun hún leika á Airwaves í endaðan október.

Swans er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Ég þarf virkilega að halda aftur af mér í gleðinni taumlausu og gæti skrifað um mátt og meginn þessarar ótrúlegu hljómsveitar fram á kvöld (ég þarf að sækja þá á yngri á leikskólann eftir korter þannig að ég hef þetta stutt!)

Ég komst almennilega í kynni við hana er ég keypti safnplötuna Body to Body, Job to Job á sínum tíma (c.a. ’91). Ég hlustaði á hana endalaust og hljómsveitin mín, Maunir, tók mikil áhrif frá henni, „tónlistarlega“ en kannski aðallega sviðsframkomu- og hugmyndalega séð. Ég og bróðir minn urðum báðir miklir aðdáendur og sönkuðum að okkur plötum, hann átti t.a.m. frábæran tónleikabútlegg. Sveitin spilaði goðsagnakennda tónleika í MH árið 1987 sem enn er talað um, gaman væri að fá sögur af þeim í athugasemdakerfið. Leiðtogin, Michael Gira, hefur í seinni tíð gefið út sólóplötur og plötur undir nafninu Angels of Light. Ný Swans plata, My Father Will Guide Me Up a Rope to the Sky kom svo út í september 2010 og ný plata, The Seer, kemur út í næsta mánuði. Fyrri endurreisnarplatan er virkilega góð og þetta mál allt saman því einkar spennandi.

Hér að neðan má sjá mynd af sveitinni eins og hún er í dag og tékkið líka á þessu myndskeiði, af tónleikum frá því í fyrra:

 

One Response to Swans til Íslands: Já sææææææææææææællll!!!!

  1. " Ég þarf virkilega að halda aftur af mér í gleðinni taumlausu" Svona leið mér síðasta föstudag þegar ég nældi mér í miða á Morrissey tónleika í haust.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: