Aristocrats

Tom vinur minn Matthews setti sig fyrst í samband við mig fyrir fjórum árum síðan. Hann hafði þá – eins og svo furðu margir – fallið fyrir landi og þjóð og var sestur hér að. Lagði þá fyrir sig gítarleik og allra handa stúss í kringum það. Flutti hann m.a. inn gítarleikara, sjá hér og hér og er enn við það heygarðshornið en hann stendur fyrir tónleikum The Aristocrats sem fram fara í Norðurljósasal Hörpu þann 3. september næstkomandi.

The Aristocrats er skipuð gítarleikaranum Guthrie Govan (sem Tom flutti til landsins 2011), bassaleikaranum Bryan Beller og trymblinum Marco Minneman, allt saman miklir virtúósar í sínu sviði. Sveitin var stofnuð nánast fyrir slysni í janúar 2011 er Govan leysti annan gítarleikara af með engum fyrirvara í tríói sem Beller og Minneman höfðu sett saman. Þremenningarnir náðu saman með undraskjótum hætti, líkt og samstarfið hefði verið ritað í stjörnurnar, og hefur sveitin verið á ferð og flugi allar götur síðan, spilað um heim allan og gefið út plötur samhliða því.

Tónleikar þeirra félaga þykja magnað sjónarspil. Tónlistin er ósunginn bræðingur þar sem torræðar kaflaskiptingar og hljóðfæralegir loftfimleikar togast á í einni, tónrænni flugeldasýningu. Ítarlegri upplýsingar má nálgast á heimasíðu þeirra

 

 

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: