Út er komin platan MONOMANIAC með The Cult of One sem er einsmannsverkefni Henriks Björnssonar (Singapore Sling o.fl.) eða Hank de Skeet eins og hann kallar sig hér. Tónlistin er vissulega kunnugleg, sígilt rokkabillí frá helvíti með smá viðkomu í Jesus and Mary Chain og þetta verk – sem er þrettán laga – endar á ábreiðu yfir svalasta lag allra tíma, “I wanna be your dog” eftir Stooges. Einsmannsveruleikinn hér gerir þó að verkum að ljúf minni frá Suicide og einhverjum krátmeisturum sem ég kann ekki að nefna í augnablikinu flögra líka um.

Platan er ínáanleg á Bandcamp en efnislegi hluturinn er ekki geisladiskur, kassetta eða vínyll heldur forláta bæklingur/blöðungur/bók sem skartar ljósmyndum, textum og tilvitnunum í hina og þessa meistara. Vísdómsorð frá mönnum eins og Calvin Johnson, George Orwell, Rimbaud og “einhverjum hálfvita” sem mælti þessi fleygu orð: “Það er ekkert annað Í BOÐI en að vera hress.”.

Öll tónlist er flutt af Henrik, Guðlaugur H. Einarsson hljóðritaði gítar og Kári Guðmundsson hljómjafnaði. Myndskreytingar og ljósmyndir voru á höndum Heiðu Jónsdóttur Jónsdóttur og hönnun var Henriks.

Það hefur verið gríðarlega hressandi, svo ég geri orð hálfvitans að mínum, að fylgjast með vegferð Henriks um rokk og ról lendur síðustu áratugi og ekkert annað í boði en að fíla þetta til andskotans.

Hér er kvót:
“Djöfull rokkar hann Henrik. Ótrúlegur tappi!”
-Arnar Eggert

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: