The Unthanks: Nýja, breska þjóðlagabylgjan
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. febrúar, 2015
Ó…þakkir…
• Unthanks-systur eru frá Norður-Englandi
• Systurnar eru einir merkustu þjóðlagatónlistarmenn Bretlands
Þjóðlagasveitin The Unthanks hóf starfsemi í Newcastle og nágrenni en stærsta sýslan þar er Norðumbraland sem er vísun í hið forna konungdæmi Norðumbríu. Newcastle er merkileg borg og nánast eins og eyja hvað Bretland varðar. Það er tiltölulega langt í næstu þéttbýliskjarna, hvort heldur norðan eða sunnan við og íbúar þarna, „Geordies“, hafa sterka, svæðisbundna sjálfsmynd og sú staðreynd að svæðið er hluti af Bretlandi er lítið að flækjast fyrir þeim. Eins og nærri má geta lýtur tónlistarmenningin þarna áþekkum lögmálum og norðumbrísk þjóðlagatónlist býr yfir mörgum sérkennum, eitthvað sem Unthanks hafa unnið markvisst með.
Fyrstu skref
Þetta nafn er skrýtilegt og því er ekki ætlað að vera einhver kersknislegur útúrsnúningur heldur eru þetta eftirnöfn systrana, Rachel og Becky (faðir þeirra, George Unthank, er giska þekktur tónlistarmaður á Norðumbríuslóðum). Fyrstu tvær plöturnar komu út undir heitinu Rachel Unthank & The Winterset og það þó að Becky, yngri systirin, hafi verið hluti af sveitinni frá upphafi. Hún var hins vegar enn á táningsaldri þegar þessi fyrstu skref voru tekin og óviss um hvort hún ætlaði að gera tónlist að aðalstarfa. Plöturnar vöktu hins vegar mikla athygli og önnur platan, The Bairns (2007), var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Á þriðju plötunni, Here’s the Tender Coming (2009), stigu systurnar svo fram sem dúettinn The Unthanks. Tónlistin er þjóðlagatónlist en formið er togað, teygt og nútímavætt og systurnar fylgja aðilum eins og Bellowhead, Sam Lee og Lau að málum að því leytinu til. Þessi „nýja bylgja“ breskrar þjóðlagatónlistar hefur verið að skila frábærum listaverkum þar sem haganlega er unnið með áhrif úr ólíkum áttum. Þjóðlagatónlist Norðaustur-Englands liggur til grundvallar en djass, nútímatónlist og síðrokk streymir fallega um völlinn þann. Unthanks virða öll mæri að vettugi og þjóðlagatónlistarheimurinn, sem á það til að vera einstaklega íhaldssamur, hefur nálgast þær af tortryggni. Á meðan heyrast „hallelúja“-hróp frá þekktum nöfnum úr rokkheimum; Elvis Costello, Ryan Adams, Radiohead og Portishead hafa öll vottað Unthanks virðingu. Það hefur Robert gamli Wyatt líka gert en árið 2011 kom út plata, The Songs of Robert Wyatt and Antony & the Johnsons, þar sem þær systur takast á við lög þessara tveggja listamanna.
Epík
Sú plata er fyrsti hluti af þriggja platna heildarverki, „Diversions“ (vol. 1, 2 og 3) þar sem brugðið er af leið eins og nafnið gefur til kynna. Hinar tvær komu út 2012, á bindi 2 sungu systurnar með blásturssveit og í þriðja bindinu var þemað skipasmíðastöðvar en nóg er af þeim í nágrenni Unthanks (syngja þær m.a. „Shipbuilding“ eftir Costello, sem er þó jafnvel þekktara í útgáfu Roberts Wyatt).
Nýjasta „alvöru“ hljóðversplatan, Mount the Air, kom svo út í þessum mánuði. Hér á ferðinni epískt, mikilúðlegt verk, tónlistin er risastór en um leið ægifögur. Spirit of Eden með Talk Talk kom í hugann, þar sem þagnir og „það sem ekki er spilað“ er jafn áhrifaríkt og sjálf tónlistin (tékkið t.d. á titillaginu sem er borið uppi af seiðandi fallegu trompetspili nútímadjassarans Tom Arthurs). Einnig er þarna þessi magnaði, náttúrulegi andi sem fylgir mörgu af því besta sem ég hef heyrt frá frændum vorum Færeyingum (Eivör, Enekk). Þetta er svona „alger“ tónlist og hreint unaðslegt að dvelja í henni. Ó…þakka ykkur, kæru systur.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Ólafur Guðsteinn Kristjánsson on Rýnt í: GDRN
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012