The Waterboys: Inn með trollið inn!
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. október, 2013]
Allt heila klabbið
• Sköpunargleðin í kringum plötu Waterboys, Fisherman‘s Blues, er goðsagnakennd
• Fisherman‘s Box geymir allar upptökurnar, alls 121 lag.
Mike Scott, leiðtogi The Waterboys, hefur lýst því yfir að eina raunverulega eftirsjáin sem hann hafi sem listamaður hafi verið sú að gefa ekki Fisherman‘s Blues út sem tvöfalda, jafnvel þrefalda plötu í stað þeirrar tólf laga plötu sem leit dagsins ljós í október 1988. Og margir eru honum sammála þar, afurðin sem kom úr rúmlega tveggja og hálfs árs vinnu hafi illa endurspeglað þá djúpu tónlistarlaug sem Scott hafi verið að baða sig upp úr af fullum krafti á tímabilinu. Nú, kvartöld síðar, hefur höfundurinn loksins komið málum á hreint og það rækilega. Sex diskar með 121 lagi gefa tæmandi mynd af þessu ótrúlega ferðalagi Scotts þar sem hann enduruppgötvaði sjálfan sig sem listamann og tendraði neistann á ný.
Óhamingja
Scott hafði fram að Fisherman‘s Blues, sem inniheldur lagasmíðar undir miklum áhrifum frá þjóðlagahefð Írlands, rekið giska farsælan feril sem náði hápunkti með plötunni This Is the Sea (1985). Tónlistin þar var epískt og vindblásið popprokk í anda U2, Simple Minds og skyldra sveita og Waterboys sigldu í raun réttu upp að þeim hvað vinsældir og áhrif varðar á þessum tíma. Þar á undan höfðu tvær breiðskífur komið út, samnefnd plata (1983) og svo Pagan Place (1984), stórkostlegar plötur sömuleiðis.
En Scott var ekki hamingjusamur, í hjarta hans var hola sem hann var árangurslaust að reyna að kýtta upp í. Það var ekki fyrr en hann kynntist öðrum tónlistarmanni, Íranum og fiðluleikaranum Steve Wickham, að eitthvað fór að gerast í þeim efnum. Scott flutti til Írlands og tók algera U-beygju hvað tónlistina varðar, mörgum aðdáendum til mikillar furðu. En þessi eintóma hamingja sem Scott var nú farinn að upplifa tónlistarlega var með öllu stjórnlaus. Okkar maður vissi ekki sitt rjúkandi ráð þegar kom að því að setja saman lagapakka og gefa út sem plötu. Hann hélt hins vegar áfram að taka upp – út í hið óendanlega að því er virtist. Rúmlega hundrað lög sátu eftir uppi í hillu þegar Fisherman‘s Blues var loksins klastrað saman, mörg þeirra fyllilega sambærileg að gæðum við þau útgefnu. Og betri í einhverjum tilfellum sögðu þeir sem höfðu innsýn í mál.
Farsæl lok
Óútgefnu lögin hafa verið í umferð á sjóræningjaútgáfum lengi vel. Opinberlega kom svo platan Too Close Too Heaven út árið 2001 með tíu lögum frá upptökutörninni (plata þessi kallaðist Fisherman‘s Blues pt. 2 í Bandaríkjunum). Fisherman‘s Blues var endurútgefin árið 2006 og fylgdi þá aukadiskur með fjórtán óútgefnum lögum til viðbótar.
En það er ljóst að boxið sem nú kemur út lokar þessari sögu, sorgarsögu á margan hátt, farsællega. Scott sjálfur, sem er ólíkindatól og á stundum skuggaprins hvað lundargeð varðar, hefur verið óhemju virkur undanfarin ár og það er ljós yfir því sem hann aðhefst um þessar mundir. Það að boxið sé að koma út nú er vafalítið hægt að tengja við þennan áþreifanlega bata hans. Þá hafa trosnuð vináttubönd verið treyst á nýjan leik en Scott mun fylgja plötunni eftir með hljómleikahaldi og með í för verða „tónlistarbræður“ hans, áðurnefndur Wickham og Anthony Thistlethwaite og einnig bassaleikarinn Trevor Hutchinson en allir eiga þeir ríkan þátt í hinni löngu upptökulotu sem Fisherman‘s Blues var.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012