Tónleikadómur: Bryan Ferry í Hörpu
Mynd tekin á tónleikum 2011. (C) bryanferry.com
Fagurt galaði Ferry þá…
Fallegur Ferry, Flottur Ferry, Ferlegur Ferry, Flatur Ferry, Fágaður Ferry (já, er þessi ekki góð?), Fullnuma Ferry, Nýfermdur Ferry, Fáránlegur Ferry, Fimlegur Ferry. Ég og félagar mínir vorum að kasta á milli okkar hugsanlegum fyrirsögnum fyrir tónleikadóm, þar sem við sátum á Munnhörpunni á sunnudaginn, en þá var rétt um hálftími í fyrri tónleika Bryan Ferry og hljómsveitar í Eldborgarsal Hörpu. Segja má að Ferry hafi síðan snert á ýmsum þessara lýsingarorða þá rúmu tvo tíma sem hann var á sviði.
Það kom mér á óvart á sínum tíma hversu hratt seldist upp á þessa tónleika. Um leið fékk maður ögn meiri trú á samborgarana. Því að Ferry er alvöru, stórmerkur listamaður og meginarkitektinn í einni merkilegustu popphljómsveit allra tíma, Roxy Music. Jú, jú, það er hægt að fara og dilla sér við „Slave to Love“ og „Don’t Stop The Dance“, samfaratónlist uppanna eins og einhver poppskríbentinn orðaði það skemmtilega. En það er líka hægt að fara á bólakaf; velta fyrir sér samslætti há- og lágmenningar, póstmódernískri ímyndarvinnu o.s.frv. Ferry hefur í gegnum tíðina verið með alla þessa bolta á lofti og fleiri til.
Það getur vel verið að Ferry fíli sig best í snyrtilegum jakkafötum, þau séu tákn í hans huga fyrir það að hann, verkalýðsstéttarpjakkurinn, komst af. Ég er viss um að Ferry er þessi ríkmannlegi séntilmaður sem hugsar með hlýju til bankareikningsins. En um leið er þessi sami maður að leika sér með þessa ímynd, hann er að fara í hlutverk, gervi. Hann er ekki einhamur og það á venjulega við um flest stórmenni listanna. Ferry er allur á yfirborðinu um leið og hann vinnur gagngert með kvikuna. Jamm…en notum kommentakerfið í frekari vangaveltur um þetta allt saman gott fólk. Ætlaði ég ekki að fjalla um einhverja tónleika?
Ferry læddist nánast óséður inn á svið þegarr brast á með „I Put A Spell On You“. Hann klappaði taktvisst saman höndum og vippaði upp stemningu, rækilega studdur af tíu manna sveit sem hafði m.a. á að skipa þremur söngkonum og tveimur dönsurum. Gítargúrúinn Chris Spedding sá þá um gítarleik ásamt að því er virtist, unglingspilti (ég les svo síðar um þann dreng í vandaðri tónleikadagskrá sem var unnin fyrir Olympiatúrinn frá því í fyrra en hún var til sölu framan við Eldborgarsalinn. Oliver Thompson heitir kauði og er m.a. í hljómsveit með syni Ferry).
Eftir ábreiðuna yfir þetta kunna lag Screamin’ Jay Hawkins dembti mannskapurinn sér í „Slave To Love“ og „Don’t Stop The Dance“. Það var trukkað í gegnum þau eins og þau væru í syrpu. Þessum margspiluðu lögum var bara komið frá, sem var doldið töff fannst mér. Og komum öðru frá strax hérna í upphafi. Ferry er svalur. Megasvalur. Yfir honum er þessi rólyndissjarmi manns sem lætur ekki auðveldlega koma sér úr jafnvægi, séntilmaður og sjarmör sem fyllir upp í hvaða herbergi sem er án þess að hreyfa litla putta. Manni verður hugsað til Dean Martin á meðan ofurtöffarar dagsins í dag, spaðar eins og Nick Cave, Jarvis Cocker og Stuart Staples eiga margt undir Ferry.
„Don’t Stop The Dance“ kom best út fyrir hlé. Ramminn sem maður var með fyrir augunum var eitthvað svo fullkominn. Martini-sötrandi sjarmör um mitt svið sem vafði öllu um fingur sér, risasveit honum til fulltingis, eggjandi dansarar efst uppi og litastuðandi myndskeið á bakvið. Þetta var allt eitthvað svo „rétt“ og einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um næturklúbbasenu úr Miami Vice. Ferry renndi sér einnig í lög af nýjustu plötu sinni, hinni tilkomumiklu Olympiu og lög af Dylanesque, þar sem hann gerir lög meistara Dylan að sínum, fengu líka að fljóta um sviðið.
Eftir tuttugu mínútna hlé hófust leikar á ný. Ekki leið á löngu uns tvö Roxy lög af hinni mögnuðu Avalon fengu að hljóma, „More Than This“ og titillagið. Greinilegt að fólk hafði verið að bíða eftir þessu. Efnisskráin var hist og her líkt og fyrir hlé, vaðið úr einu í annað fannst manni. Ferry söng t.d. írska þjóðlagið „Carrickfergus“ sem Van Morrison hefur m.a. túlkað á plötu sinni Irish Heartbeat (1987), „All Along The Watchtower“ eftir Dylan var flutt en mesta klappið fékk hið ótrúlega „Love Is The Drug“. Þvílík listasmíð. „Jealous Guy“ og „Hold On (I’m Coming)“ ráku svo rest.
Ferry var gefandi á tónleikunum, hann virtist pínu feiminn og óöruggur en bros hans bræðir steinhjörtu og hann fór ekkert sparlega með það. Flutningur laganna var misjafn. Stundum var eins og Ferry væri að labba temmilega áhugalaus í gegnum þau. Flauelsröddin er orðin rifin á stöðum; þessi biðjandi, löngunarfulli og nánast hvíslandi baritónn smellpassaði á köflum en stundum var bara eins og Ferry væri ekki að ná að landa lögunum. Þá reyndu langdregin montsóló hjá gítarleikurunum á langlundargeðið en Spedding átti reyndar eitt afskaplega smekklegt tillegg þar. Söngkonurnar voru þá flottar og gerðu mikið fyrir stemninguna. Ásláttarleikarinn Cherisse Osei og saxafón- og hljómborðsleikarinn Jorja Chalmers fóru og á kostum.
Þrátt fyrir köflótt rennsli var heildarupplifunin góð. Það virðist bara vera eitthvað við það að upplifa gangandi goðsagnir frá fyrstu hendi sem fær mann til að slaka á óþarfa poti. Og Ferry, mistækur eins og mér fannst hann vera, keyrir síðan á endanum yfir allt tuð með áðurnefndu brosi, sem getur dimmu gagnrýnandans í dagsljós breytt. En, svo við stingum okkur í bólakaf, þá er mikil fegurð bundin í ófullkomleikann, eitthvað sem listfræðingurinn Ferry ætti gjörla að kannast við. Kannski var hann að gera tilraunir með slíkt þessa kvöldstund? Er hann kannski mun útpældari en maður gerir sér grein fyrir?
Hér má sjá Ferry flytja „Don’t Stop The Dance“ í Berlín síðastliðinn desember.
11 Responses to Tónleikadómur: Bryan Ferry í Hörpu
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
uss er betri á sax en þetta.
Sammála, þú ert bestur
hvað kemur það málinu við Einar Bragi ekki vera svona svakaleg sjálfhverfur 🙂
ef ég man rétt spilaði David Sanborn þetta í den ekki satt og ég pikkaði þetta upp af LP í lon og don :)……..David Sanborn er snillingur ….þetta er eins og að láta Jóa Jóns pikka upp sóló með Eric Clapton…………er ekki sjálhverfur …langt í frá og þetta var sett fram í gamni…….en undrast Bubba dóma þína
Sammála Einar Bragi er ekki sjálfhverfur, hann er snillingur
Flottur dómur Arnar.
Ég var á þessum tónleikum. Skemmti mér konunglega. Takk fyrir mig.
Vel gert Arnar, flott umfjöllun. Sammála að flestu leyti. Köflótt en sterk heild engu að síður. Öflug byrjun, flottur endir, lokalagið stóð uppúr. Ekki endilega best heldur var þetta frekar síðasta þrepið. Maður fann að kallinn var með þetta í hendi sér og þá var það búið og bless. Hefði ekki verið hægt að leikstýra þessu mikið betur.
Að upplagi er rödd Ferrys ofarlega á skalanum og því eðlilega erfitt fyrir mann sem er fæddur 1945 að halda tónhæð og krafti eftir því sem árunum fjölgar. Mér fannst Ferry leysa þessa áskorun smekklega þótt stundum vantaði aðeins uppá. Yfirleitt kraftinn fremur en hæðina eða jafnvægið. Á móti kemur að Ferry nær stundum að beita áunnum hrjúfleika meistaralega t.d. í opnunarlagi þarsíðustu plötu Dylanesque, Just like Tom Thum´s Blues, sem var m.a. prýðilega flutt í Hörpu.
Það hefði e.t.v. verið hægt að píska upp meiri stemmningu með því að fjölga smellum og spila meira Roxy á kostnað Olympiu og Dylanesque. Samkvæmt almennri reglu er eðlilegt að síðustu verk séu í forgrunni á tónleikum. Það þykir ekki jafn sjálfsagt þegar um er að ræða poppstjörnur þá vilja menn almennt heyra smellina. Tímabilið sem Ferry er þekktastur fyrir er c.a. (1972 – 1985). Mér finnst líklegt að áherslan á nýju verkin hafi eitthvað með röddina að gera, það sé auðveldara fyrir hann að skila vel frá sér efni sem er samið/útsett við miðað við núverandi ástand raddarinnar. Ef maður hugsar t.d. tilbaka til gamals uppáhaldslags með Roxy, Sentimental Fool, er maður ekki alveg að sjá fyrir sér að Ferry myndi valda því í dag. En óháð vangaveltum, þá fannst mér frábært að fá tækifæri til að sjá Ferry í Hörpu. Hann lengi lifi 🙂
þetta kallar maður lærða viðgjöf! takk kærlega fyrir þetta einar!
Takk sömuleiðis fyrir flotta umfjöllun. Það verður gaman að sjá hvernig þér tekst að þróa netskrifin áfram en fyrstu skrefin á nýrri heimasíðu lofa góðu 🙂
Eg var á þessum tónleikum og skemti mér en saknaði Kiss and tell.